Ökumeistarar 500 mílur Indicar-keppninnar (þ.e. á sporöskjulaga brautinni) sem hafa komið yfir í Formúluna og keppt þar hefur ekki gengið sérstaklega vel, stundum verið hálfgerður bömmer hvað þeim gekk illa, en aftur á móti hefur Formúlumeisturunum sem snéru sér að Indicar yfirleitt gengið vel.
Villeneuve er reyndar undantekning en hann var sigurvegari Indicar 95, yngsti sigurvegari þeirrar keppni frá upphafi. En hann var búinn að keyra í Formúlu 3000 áður en þær keppnir fara fram á F1 brautum svo að hann tilheyrir jafnvel hinum hópnum. Gaman verður að fylgjast með Montoya sem er sigurvegari Indicar þetta árið en hann kemur í Formúluna næsta ár.

Margir formúlumeistarar hafa aftur á móti brillerað í Indicar, t.d. Jim Clark 1965, Graham Hill 1966, Mario Andretti 1969, Fittipaldi (flottur, allir F1 aðdáendur eiga að vita hver hann var) 1989.