Sunnudagurinn nálgast. Það verður geðveikt að fylgjast með þessari keppni. Nokkur orð um brautina og hvað það er sem gerir þetta svona líka spennandi og erfitt fyrir liðin að ákveða uppsetningu bílanna. Þessi braut er svo gjörólík öðrum brautum sem keppt er á.
Inidanapolis brautin sem er yfirleitt keppt á er sporöskjulaga. Nú er búið að leggja braut fyrir F1 innan í “sporöskjunni” en hluti gömlu brautarinnar er notaður og það er aðalmálið. Ein sporöskjubeygjan er notuð og hún hallar !!! sem er hvergi annars staðar á F1 brautum. Þetta er alveg nýtt fyrir liðin, það er algengt í keppnum á þessari braut að bílarnir séu með misstór dekk hægra og vinstra megin. Það væri áhugavert að sjá F1 bíl þannig. Síðan er notaður þráðbeinn 1,5 km langur kafli af gömlu brautinni og þar væri best ef að bílarnir væru með stóra og flata hliðarvængi. En innan í sporöskjunni eru beygjurnar litlar og þröngar sem krefst þess að vængirnir séu litlir og frekar.
Og svo var prufukeyrsla ekki leyfð á brautinni svo að kapparnir hafa litla tilfinningu fyrir þessum ósköpum þarna.
Mikið verður þetta spennandi………….