Sidney Watkins, taugaskurðlæknir Í þessari stuttu umfjöllun minni ætla ég að fjalla um Sid Watkins taugaskurðlækni. Nú munu margir velta því fyrir sér af hverju verið er að skrifa um taugaskurðlækni hér á formúlu 1 áhugamálinu á huga. Svarið við þessu er mjög einfalt, það er jú vegna þess að Sid Watkins er læknirinn sem bjargað hefur lífi margra ökumanna og kannski eitt besta dæmið um það er Mika Häkkinen. Hér á eftir ætla ég ekki einungis að fjalla um manninn sjálfan heldur ætla ég líka að koma með frásögn af því þegar hann bjargaði lífi Mika og gerði honum kleift að verða heimsmeistari í formúlu 1 með kunnáttu og fljótum viðbrögðum.

Árið 1932 í Liverpool á Englandi fæddist drengur að nafni Sidney Watkins, hann hafi sér þann draum frá unga aldir að verða læknir. Hann ólst upp í kringum bíla þar sem faðir hans var bílasali og þar kom upp brennandi áhugi á kappakstri. Á náms árum hans í Oxford gerðist hann brautar læknir á Silverstone-brautinni og starfaði hann þar allt þar til hann flutti til Sýrakúsu í New Yourk fylki.
Þar komst hann fyrst í kynni við formúlu 1 sirkusinn á Watkins Glen brautinni þar sem formúla 1 keppti þá í Bandaríkjunum. Allt frá sænska kappakstrinum árið 1986 hefur Sid ekki misst úr eina einustu keppni eða allt þar til hann lét af störfum árið 2005.

Á þeim tíma sem hann hefur starfað sem aðallæknir í formúlu 1 hefur hann hlotið mikla virðingu og mikið traust, sem dæmi um þetta má nefna að Bernie Ecclestone sem hvorki rífst né þrætir við hann heldur sættir sig við þær skoðanir sem Sid hefur fram að færa.
Í gegnum tíðina hafa menn grát beðið hann um að hleypa sér í keppni, hótað honum en allt kemur fyrir ekki, hann lætur menn ekki hafa áhrif á sig. Hann tekur þá ákvörðun hvenær menn eiga að keppa og hvenær ekki, hann telur sig bera ábyrgð á öllum ökumönnum ef hann hleypir einum sem gæti valdið slysi af því að hann fékk að fara of snemma af stað. Hann sagði eitt sinn við Nelson Piqute: „Nelson, ef það líður yfir þig í fyrsta hring og þú ert með 20 bíla fyrir aftan þig, þá verður það ekki á mína ábyrgð, skilurðu það?“1

Í gegnum árin hefur Sid reynt af fremsta megni að tengjast ekki ökuþórum formúlu 1 neinum böndum, en það má samt með sanni segja að tvö atvik hafi haft meiri áhrif á hann en nokkur önnur og það eru dauða slys Gilles Villeneuve og Ayrton Senna. Sid hafi mikið dálæti á þessum tveim einstaklingum og sagði hann það sjálfur að þegar hann sá Gilles látinn og vissi að hann gæti ekkert fyrir hann gert hefði tekið mikið á hann.
Dauði Senna um ára tug síðar tók enn meira á Sid en dauði nokkurs annars. Senna hafði litið á Sid sem föðurlega ímynd og reynt að læra allt af honum og fara eftir flestu sem hann sagði og kenndi honum. Sid hafði sama álit á Gilles og Senna þegar koma að almennum fólksbíla akstri, þeir voru svo yfir máta góðir ökuþórar að þeir skildu ekki alveg hvernig hinn almenni borgari ók, þeir óku af miklum kjark í umferðinni og því þáði Sid aldrei far hjá þeim þrátt fyrir góð tengsl þeirra á milli. Eftir slysið hans Senna sagði Sid að hann hefði sagt við Mario Casoni aðstoðarökumann sinn, nú gerist eitthvað alvarlegt slys þegar Senna ók framhjá læknabílnum í hinsta sinn.

Sid á glæstan og góðan feril að baki sem læknir formúlunnar en ekki alls fyrir löng lét þessi umtalaði og vel liðni maður af stöfum og eftir lét Gary Hartstein starf sitt, en þeir höfðu starfað saman frá því árið 1997.

Sid Watkins er nú ekki alveg horfinn úr kappakstursheiminum því í dag gegnir hann starfi fyrsta fulltrúa FIA í öryggismálum í heiminum. Þegar þetta var tilkynnt sagði Max Mosley: „Undir stjórn Watkins get ég fullvissað ykkur um það að mótorsport í heiminum öllum verður öruggara en það er í dag!“2

Mika Häkkinen Adelaide í Ástralíu

Árið 1995 kom upp mjög alvarlegt slys á keppnisbrautinni og varð það einungis snögg viðbrögð Sid Watkins sem komu í veg fyrir banaslys. Þetta var á Adelaide brautinni í Ástralíu og er frásögnin af slysinu eftirfarandi.

Mika missti stjórn á McLaren- bifreið sinni í krappri hægri beygju, við það snarsnérist bíllinn og rakst á vegg sem var með ófullnægjandi hlíf úr einfaldri hjólbarðaröð. Við áreksturinn skall höfuð Mika af miklum krafti í stýri bílsins. Við það brotnaði höfuðkúpan og höfuð hans hentist aftur sveiflaðist stjórnlaust frá annarri hliðinni til hinnar. Mika var enn með meðvitund en gat vart andað. Eftir tvær til þrjár mínútur hefði súrefnisskortur valdið heilaskaða og nokkrum mínútum síðar hefði hann dáið. Sid gerði stórkostlegan hlut þarna með Mika í bílnum þegar hann gerði bráða aðgerð á barka hans þannig að hann gat andað á nýjan leik nema nú í gegnum rör á barkanum. Mika var enn á lífi þegar honum var lyft upp úr bifreiðinni.
Þremur vikum seinna var hann orðin nægilega hress til að fljúga aftur til Evrópu. Hófst þá löng og erfið endurhæfing. Seinna þegar Mika sá myndir af slysinu lýsti hann því svo: „Ég fann sársauka og ég gat ekki hreyft mig en ég skildi hvað var á seyði. Ég man að ég sagði við sjálfan mig að ég skyldi slaka á og láta læknana vinna sitt verk. Ég skildi að ég var mjög illa slasaður. Ég fann að þeir lyftu mér og svo varð erfitt að anda og það varð sífellt erfiðara. Svo fann ég skelfilegan sársauka í hálsinum en þá hafa þeir verið að setja pípuna inn og svo missti ég meðvitund. Eftir það man ég ekkert fyrr en ég vaknaði á spítalanum og sá Sid Watkins standa yfir mér…“3.

Þessi grein ætti að hafa kynnt Sid Watkins lítilega til leiks en margt er enn ósagt frá og ætla ég að leyfa einhverjum öðrum að eiga þann hlut eftir. Þegar maður les og skoðar verk Sid fær maður það á tilfinninguna að án hans hefði Formúla 1 ekki verið nærri eins örugg eins og raun bar vitni um í mörg ár. Ég vona að þið hafi haft ánægju af lestrinum og þakka fyrir mig.

————
Heimildir:

Barist um bikarinn, Nigel Roebuck
Tilvintun 1, bls. 170
Tilvitnun 3, bls. 200

Wikipedia, http://en.wikipedia.org/wiki/Sid_Watkins

F1 Center, http://www.f1center.go.is/index.php?Itemid=2&id=300&option=content&task=view
Tilvitnun 2, sami hlekkur og fyrir ofan.