Já það kom grein hér um daginn um ofmetnustu ökumenn Formúlu 1 og ákvað ég þá að setja hér inn grein um þá 5 bestu ökumenn í dag. Athugið þetta eru aðeins mínar skoðanir.

En áður en ég byrja á grein minni þá spyr ég, hvað gerir góðan ökumann góðan? Svar mitt við þeirri spurningu er einfalt. Ökumaður þarf að hafa þá færni til að stjórna bílnum. Svo þarf hann að vera ákveðinn. Einnig er góður ökumaður góður offtrack. Þá meina ég að setja upp bílinn sinn og einnig í viðtölum. Ég vil ekki segja að góður ökumaður sé bara sá hraðasti en það skaðar ekki.

Michael Schumacher: Ég byrja auðvitað á mínum manni Michael Schumacher. En kappinn sá hefur verið í þessum bransa lengi og er ekkert að fara hætta. Hann er með allt sem góður ökumaður þarf að hafa. Hann á að ég held öll “góðu” metin í Formúlu 1 í dag. Hann hefur dalað mikið síðustu ár. Messtu breytingarnar finnst mér samt þegar hann eignaðist barn. þá varð hann mun rólegri bæði inná og utan brautar. Þess vegna sakna ég oft gamla brjálaða Schumacher.

Fernando Alonso: Fernando er virkilega góður ökumaður. Það var gaman að sjá í fyrra að hann var virkilega rólegur, og eftir griðargóða byrjun tók hann öllu með ró. Mér finnst hann samt frekar leiðinlegur, aldrei neitt skemmtilegt að gerast hjá honum. Hann er einnnig mikill hrokagikkur og viðurkennir aldrei mistök. Á oft til að kenna öðrum um. Það er eitthvað sem gerir hann leiðinlegum ökumanni, sem ég myndi aldrei halda með.

Kimi Raikonen: Ísmaðurinn fljúgandi eins og margir kalla hann. Kimi er frábær ökumaður. Hann er held ég eini ökumaðurinn í Formúlunni í dag sem getur tekið framúr hverjum sem er. Ótrúlegir skills þar á ferð. En hann hefur sína galla. Hann hefur bílinn sinn frekar lausann á brautinni sem gerir að verkum að hann er harður á bílinn. það er kannski ástæðan fyrir því að bíllinn hans er að bila svona oft. Svo finnst mér hann frekar leiðinlegur og erfitt er að skilja hann. Ekki myndi saka ef hann færi á nokkur ensku námskeið. Ég veit vel að hann er finni og þekki ég talsvert af finnum. Finnar er lokuð þjóð sem talar nánast bara finnsku. En þar sem þetta er Formúla 1 og fullt af öðrum þjóðum er að horfa á þá ætti hann að laga smá enskuna sína.

Tiego Monteiro: Ég ætla að leyfa mér að setja hann hér inná. En Monteiro er gríðarefni. Hann kláraði öll nema 1 mót í fyrra sem var hans fyrsta tímabil. Hreint út sagt frábært. Hann hefur góða stjórn á bíl sínum. Þessi ökumaður á eftir að gera það gott ef hann fær tækifærið til þess. Ég þekki lítið til Monteiro utanbrautar svo ég get lítið sagt um það.

Jarno Trulli: Jarno er í miklu uppáhaldi hjá mér. Skemmtilegur ökumaður og góður er hann. Hann er svakalegur að halda mönnum á eftir sér sem er mikill kostur. Verst að Toyotan er ekki að gera eins góða hluti eins og í fyrra svo hann Trulli er ekki að sýna sitt rétta andlit. Jarno er líka góður í að setja upp bílinn sinn og sést það oft í tímatökum.

Þetta eru 5 bestu ökumenn í dag segji ég. Þeir uppfylla flestar kröfur sem góður ökumaður og eiga allir eru búnir að gera það gott. Ég vil endilega vita hve ykkar álit eru og hverjir 5 teljið þið vera bestir.