Vá.. ég hef ekki séð svona spennandi kappakstur í mörg ár. Síðustu hringirnir voru of lannnnngiir.

Rásröðin var svona:
1. Michael Schumacher
2. Jenson Button
3. Barichello
4. Massa
5. Alonso
6. R. Schumacher
7. Montoya
8. Raikkonen

Núna ætla ég að lýsa keppninni eftir því sem ég best man. Gæti verið að ég sé ekki með 110% lýsingu á því sem skeði aftar í brautinni, enda var myndavélina eiginlega á toppökumönnunum allan tímann.

Strax í startinu þá skutust Massa og Alonso fram úr Barichello, ég reyndar missti af fyrstu 2 hringjunum en sá þetta í endursýningu, staðan hélst síðan óbreytt nokkuð lengi, eða alveg þangað til að Barichello fór fyrstur inn í hlé af toppökumönnunum, sem var eitthvað í kringum 15 - 20 hring.

Button kom síðan inn aftur stuttu seinna og þá var staðan.
1. Michael Schumacher
2. Massa
3. Alonso

Schumacher var í góðum málum með 10 sekúndna forskot á Alonso, enda jók hann það jafnt of þétt. En þá skeði eitt svoldið óvænt, Massa byrjaði að hægja eitthvað á þannig að Alonso náði honum.

Mín kenning: Hann var væntanlega að þessu til að hægja aðeins á Alonso til að Schumacher næði að byggja upp betra forskot, samt finnst mér það full langsótt. Kannski kom upp sama vandamál og hjá Schumacher, bara fyrr.. who knows?

Massa fór þá inn í hlé og þá var staðan orðin:
1. Michael Schumacher
2. Alonso +10sec
3. Montoya +22sec

Schumacher keyrði 2-3 hringi og fór síðan inn sjálfur, allt gekk að óskum í hléinu og náði hann út á brautina á undan Montoya! Alonso keyrði,, og keyrði og ég var alvarlega farinn að halda að hann væri bara á einu hléi þegar hann kom inn í hlé.

Staðan eftir að allir höfðu tekið sitt þjónustustopp var þá:

1. Michael Schumacher
2. Alonso+10
3. Massa+20 (c.a.)
4. Montoya+21 (c.a.)
5. Button (held það, því að hann datt svoldið úr sviðsljósinu)

Nokkrum hringjum eftir að Alonso hafði tekið sitt hlé þá fór Button inn og tók annað hléið sitt,, og var það hlé algjörlega misheppnað. Maðurinn sem á að lyfta upp spjaldinu til að gefa til kynna að ökumaðurinn megi keyra af stað lyfti því upp of snemma þannig að Button keyrði af stað með bensínstútinn í. Þá setti hann spjaldið niður og rétt náði að láta Button vita að hann ætti að stoppa, stúturinn tekinn út og Button keyrði af stað.. dottinn úr baráttunni.

Núna skeði dáldið mjög óvænt, en sýnt var á skjánum að Alonso væri að saxa 1,5 sekúndur á Schumacher á hverjum hring, og ég var bara :”wtf?”. Þannig að eftir nokkra hringi var Alonso kominn beint í rassinn á Schumacher og ég hélt að Schumacher ætti engan möguleika á sigri. En þar sem brautin er mjög þröng þá náði Alonso einungis að ógna honum “alvarlega” einu sinni.

Renault liðið sá að þetta gekk ekki og kölluðu sinn mann inn í hlé þegar það voru 22 hringir eftir, Schumacher tók áhættuna á að vera áfram út á brautinni, því að ef hann hefði farið inn þá hefði Alonso getað keyrt áfram marga hringi. Það kom í ljós að Renault voru ekki með neitt blöff varðandi þetta þjónustuhlé og Schumacher tók þá sitt þegar 21 hringir eftir, hans hlé var 1 sekúndu lengur heldur en hléið hjá Alonso og ég hélt að Alonso væri kominn í fyrsta sætið, en Schumacher kom út á undan honum.

Síðustu hringina þá hélst staðan óbreytt

1. Michael Schumacher
2. Alonso
3. Raikkonen

Núna ætla ég aðeins að segja frá næstu 3 sætum.

Montoya og Massa höfðu verið í mikilli baráttu um 3.sætið og eftir hlé númmer 2 þá kom Montoya út á brautina á undan Massa, ég var ekki allt of sáttur við það. Þessir 2 ökumenn voru 15 sekúndum á eftir toppökmönnunum tvem. Nokkrum hringjum seinna þá tók Raikkonen sitt hlé og kom út rétt á eftir Montoya og Massa, í 5 sæti.

Þessi staða hélst til loka.

Þegar 3 hringir voru eftir gerði samt Alonso smá mistök sem kostuðu hann tvær sekúndur og átti eftir það ekki mikinn séns á að skáka Michael.

Þessi sigur var mjög mikilvægur fyrir Ferrari og Michael Schumacher, vonandi er hann kominn inn í baráttuna um titilinn.

Staðan í stigakeppni ökumanna:
1. Alonso - 36
2. Michael Schumacher - 21
3. Raikkonen - 18
4. Montoya - 15
5. Fisichella - 15
6. Button - 13
7. Massa 9

Staðan í stigakeppni bílasmiða:

Þið getið bara reiknað.. ^^
djók.

1. Renault - 51
2. Mclaren - 33
3. Ferrari - 30
4. Honda - 15
5. BMW - Sauber - 10

Takk fyrir mig