Ég veit ekki hvaðan Oliah hefur sínar upplýsingar en eftirfarandi var ég að lesa á internetinu:

Michael Schumacher þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálunum.
Tímaritið Eurobusiness var að birta lista yfir hæstlaunuðu íþróttamenn Evrópu og er Schumacher í fyrsta sæti með 4,5 milljarða í árstekjur !!! og áætlað er að hann hafi þénað 34 milljarða á ökuferlinum. Í örðu sæti yfir hæstlaunuðu íþróttamenn Evrópu er breski boxarinn Lennox Lewis sem er með 3,2 milljarða í árstekjur. Stærsti hluti tekna þessara íþróttamanna eru auglýsingatekjur. Það vekur athygli að bróðir hans Ralf Schumacher er með mjög góð laun og hans umboðsmaður er Willi Weber sem er einnig umboðsmaður Michaels Schumachers. Willi Weber er greinilega maður sem kann og vinnur sína vinnu !!

En hér eru árstekjur (2000) skv Eurobusiness nokkurra Formúluökuþóra (umreiknað í íslenskar krónur):

Michael Schumacher: 4,5 milljarður (Hæstlaunaður evrópskra íþróttamanna)
Ralf Schumacher: 925 milljónir
Eddie Irvine: 777 milljónir
Mika Hakkinen: 740 milljónir
Fisichella: 459 milljónir
Frentzen: 333 milljónir
Trulli: 248 milljónir
Coulthard: 292 milljónir
Mika Salo: 229 milljónir
Jean Alesi: 207 milljóni