Hakkinen heldur áfram
Orðrómur hefur verið uppi um að finnski ökuþórinn Mika Hakkinen, sem ekið hefur fyrir McLarenliðið undanfarin ár, hafi í hyggju að hætta í haust þegar keppnistímabilinu lýkur en hann hefur ekki náð sér á strik á þessu ári. Umboðsmaður hans, Keke Rosberg, segir það hins vegar af og frá. “Hakkinen mun keyra fyrir McLaren eins og hann hefur gert undanfarin ár. Hann hefur ekki í hyggju að hætta og mun kom sterkur til leiks á næsta ári,” sagði Rosberg. McLarenliðið á enn eftir að tilkynna hverjir munu verða ökuþórar liðsins á næsta ári en allt stefnir í það að það verði þeir sömu og undanfarin ár, Hakkinen og Skotinn David Coulthard.