Mér finnst að formúlan í ár hafi verið ansi spennandi fyrir utan Heimsmeistaratitils Michaels Schumachers.
Til að byrja með þá vitum við það að Michael er besti ökumaður heims í formúlunni en það er ekki það sem ég ætla að fara að rökræða.
Hins vegar finnst mér að Barrichello og Ralf Schumacher eiga nóg inni til þess að taka annað sætið af David Coulthards.
Staðan í stigakeppni ökumanna er mjög athyglisverð að þessu leyti og maður þarf að leyta langt til fortíðar til að finna sambærilega keppni um 2. 3. og 4 sætið.
Ég veit nú ekki hvað þarf að kafa langt í fortíð til þess að sjá svona baráttu um þessi þrjú sæti.
Auðvitað segja sumir að þessi sæti skipta ekki miklu máli og að fyrsta sætið sét það besta.
Ég er sammála því að þau eru náttúrulega ekki eins mikilvæg og fyrsta sætið.
Ég er á þeirri skoðun að keppnin milli Coulthards, Barrichello go Ralf Schumachers verði sú að David muni ekki verða í öðru sæti mikið lengur en kannski 2 keppnir.
Ég held að Michael Schumacher muni sennilega sigra næstu keppni sem fer fram í Belgíu á Spa Francorchamps en í næstu keppni þá held ég að hann Michael Schumacher muni hjálpa Barrichello að verða í öðru sæti og taka þ.a.l. sætið af David Coulthard.

Hvað haldið þið um þessi mál?

P.S
strakur18