Shcumi og Ferrari heimsmeistarar Michael Schumacher tryggði sér heimsmeistaratitil ökuþóra og Ferrari bílasmiða í dag, er Schumacher varð fyrstur og Barrichello annar, þrátt fyrir að fjórar keppnir séu eftir af tímabiinu!
Úrslit mótsins og staða ökuðóra og liða þessi:

<b>Ungverjand, úrslit:</b>
1. Schumacher M 10
2. Barrichello 6
3. Coulthard 4
4. Schumacher R 3
5. Hakkinen 2
6. Heidfeld 1

<b>Staða ökuþóra:</b>

M. Schumacher 94
D. Coulthard 51
R. Barrichello 46
R. Schumacher 44
M. Hakkinen 21
J.P.Montoya 15

<b>Staða liða:</b>

1 Ferrari 140
2 McLaren 72
3 Williams 59
4 Sauber 20
5 BAR 16
6 Jordan 15

“David Coultard náði sér ekki á strik aftur eftir lélegt start og langt viðgerðarhlé, bensínáfyllingarbúnaðurinn stóð á sér og við það glötuðust þrjár dýrmætar sekúndur og annað sætið. Rubens beið handan við hornið og tók þakklátur við því og hélt allt til loka þrátt fyrir að Coulthard reyndi að ógna honum allt hvað af tók allt til loka. og náði einungis þriðja sætinu, sem eyðilagði allar vonir hans um heimsmeistaratitilinn. Schumacher hefur nú jafnað sigra met Alain Prost og báðir hafa þeir 51 sinni staðið í miðið á verðlaunapalli.

Rubens Barrichello átti frábæra ræsingu og náði að hirða annað sætið af Coulthard og litlu mátti muna að Häkkinen næði að nappa því fimmta af Trulli. Það tókst þó ekki og þar með urðu vonir Finnans um að komast á pall strax að engu.

Óvenju mikil afföll voru í dag á brautinni en einungis 12 bílar af 22 komu í mark, en slíkt er í meira lagi á Ungverjalandshringnum.

<i>Heimildir:</i>

<a href=”http://www.formula1.is“>Formula1.is</a>

<a href=”http://www.formula1.com">Formula1.com</a