Já núna er Formúla 1 kominn af stað og startaði helvíti vel af ráspól. Mikið hefur gengið á og ætla ég að renna í gegnum hitt og þetta. Svo munu koma mínar vangaveltur um næstu ár.

Ferrari ákvað að ekki vera með jafn miklar æfingar eins og í fyrra. Þeir komu með nýjann vagn sem er að mínu mati sá langflottasti í dag. Mikið var kvartað undan vængjum bílsins eins og allir vita enn þeir víst breyttust þegar ákveðinn hraði var náður.

Felipe kom mér á óvart, því söknuður minn á Barrichello er mikill. Hann geistist áfram í fyrstu tímatöku og náði 2 sæti og aðeins 0,47 sekúndubrotum frá Michael. Nokkuð sáttur með byrjun Ferrari og vona að allt muni ganga vel.

McLaren voru fínir í undirbúningi og komu sterkir til leiks. Þeir æfðu með forljótann lit enn hann var samt sem áður skárri enn þeir hafa í dag. Mér fannst bíllinn vera flottur fyrst enn svo eftir að hafa litið betur á hann finnst mér hann forjótur. Þessi rauði litur er ekki að virka. Mclaren þurftu einnig að breyta vængjum sínum eftir að það var búið að kveina undan Ferrarifáknum.

Tímabilið byrjaði ekki alveg nógu vel. Tímatökurnar voru erfiðar fyrir Kimi enn eftir hörku akstur og mikla heppni náði hann að koma sér upp um 19 sæti. Montoya var lala í keppninni og hélt bara sínu. Ég vil meina að Montoya sé að vera algjör kelling í akstri. Hann rétt drullast áfram í rólegheitunum. Hvar er brjálaðingurinn? Hann er farinn að minna mig á David nokkurn Coulthard.
Þótt að annað mótið hafi ekki verið heldur bjart hjá Kimi er það ekki McLaren að kenna, Kimi er of harður á bílinn. Ég held að McLaren muni vera í toppnum enn ekki hafa það sem þarf til að vinna.

Renault eru enn í dag á þessum kappaksturs gula og bláa lit. Hef aldrei líkað hann enn mörgum finnst hann nettur. Æfingar þeirra hafa bara verið eftir bókinni og gengið vel. Ég er hræddur um það að Renault muni taka 2 titla aftur í ár. Enn ég vona svo sannalega ekki.

Þeir byrja titilvörn vel og voru heppnir með fyrsta sigur. Þeir voru tvíveigis heppnir því að Massa tókst nánast að keyra niður Fernando. Svo komst Fernando bara á undan Michael því bremsunar Michael's voru ekki að gera sig. Öruggur tvöfaldur sigur varð síðann í keppni númer 2 og þar var lán í óláni því að það borgaði sig að vera með fullan bíl af bensíni.

Williams og Honda. Williams komu mér á óvart, sérstaklega Rosberg. Bíllinn er svakalega fallegur og á auðveldlega með að vera einn af 3 flottustu. Sama er með Honduna, Button byrjar vel og ég bíð spenntur eftir hans fyrsta sigri. Veit lítið um æfingar fyrir tímabilin hjá þessum liðum. Vélarnar í þessum bílum hafa verið allsvakalega flottar og sérstaklega Ford vélin Cossworth. Gírkassinn er líka magnaður hjá Williams.

Þessi lið byrjuðu vel þetta tímabilið. Rosberg var góður og Button einnig. Skrítið að Barrichello er ekki að standa sig né Webber. Williams varð óheppið í síðustu keppni og vélar gáfu sig. Button var öflugur enn ekki nógu góður til að skáka Renault ref fyrir rass.

Restin. Þar ber að nefna að restin af bílunum eru ljótir nema kannski BMW-inn og Toyota-n. Red Bull og Torro Rosso eru alveg skelfilegir og svo eru fleiri lið þarna óttarlega döpur á lit. Allir reyna að vera svo frumlegir í dag og gera eitthvað Chrome og eitthvað spes sem er ekki að virka. Nú vantar gulann bíl!

byrjun tímabils hjá þessum liðum hefur verið misjöfn. BMW Sauber hefur verið fínn og bætt sig frá síðasta tímabili. Toyota-n hinsvegar er hreinlega handónýt og þeir þurfa að skoða sinn gang. Miklar yfirlýsingar voru frá mörgum liðunum þarna enn engin virðist vera standa við sín orð. Vonandi laga þessi lið sín mál, taka sig á og verða með í baráttunni svo þetta verði hörkutímabil.

Svo er það mínar hugleiðingar. Ég vil nú meina að öll þessi ömurlegu umræður um liðaskipti. Ég hef sagt mínar skoðanir um þetta mál. Ferrari, McLaren og Renault eru í stríði. Stríði um besta liðið og besta ökumann. Þú ferð ekkert til óvinarins. Það er bara rugl!

Segjum svo að Kimi fari yfir til Ferrari og Michael hættir ekki. Hvernig yrði það fyrir Michael? Hann hefur alltaf verið langbestu svo kemur einhver gutti sem hann hefur keppt á móti í fjölda ára. Hann mun verða ósáttur, það mun koma vandamál og vesen sem endar með að annar fer. Þetta mun orsaka að Ferrari mun falla niður töfluna og allt í veseni.

Tökum svo dæmið ef Alonso og Kimi lendi saman í liði. 2 virkilega ungir og góðir ökumenn í sama bíl. Það er alls ekki gott. Það mun vera stríð á milli þeirra alveg eins og í fyrra dæmi mínu.

Hvað ef nú að Michael og Fernando yrðu saman í liði? Það yrði verst af öllu. Fernando tók meistaratitilinn af Michael fyrir það hatar Michael Fernando inn í sér. Það vita allir að Michael er skapvondur þótt hann sýni það ekki lengur í dag.

Þessir þrír ökumenn eru ætlaðir að vera í sitthvoru liðinu enn ekki keyra saman. Því ef þeir keyra saman þá detta þeir úr leik með þvílíkum árekstri.

Þá er komið að endi í þessari grein minni. Vonandi endar tímabilið í fyrsta sæti eftir gott start af ráspóli. Ég vona að Ferrari taki við sér og gefi Renault meiri baráttu því það þarf. Mclaren eru í góðu standi og þeir munu verða eins og ég segji í 2 eða 3 sæti.