Nú fer senn að draga að fyrstu keppninni og ég hef ákveðið að útskýra hvernig leikurinn gengur fyrir sig. Í þessum kubbi koma tveir póstar fyrir hverja keppni í annan pósta menn 1-10 sæti í tímatökum en í hinn 1-10 sæti í keppninni.

Stigagjöf verður þannig háttað að 3 stig fást fyrir rétt sæti í keppninni, fyrir að vera einu sæti frá fæst 1 stig.
Í tímatökum fást aftur á móti ekki auka stig fyrir að vera einu sæti frá og aðeins eitt stig fyrir rétt sæti.

Tökum dæmi um keppni:

1. M. Schumacher 3 stig (Schumi vann keppnina)
2. F. Alonso 1 stig (Alonso var í 3 sæti)
3. K. Räikkönen 0 stig (Kimi var í 5 sæti)

Tökum dæmi um tímatökur:

4. M. Schumacher 0 stig (Kimi var á ráspól)
5. F. Alonso 1 stig (Alonso var í 2 sæti)
6. K. Räikkönen 0 stig (Kimi var í 1 sæti)

Ef það vakna upp spurningar þá má endilega spyrja þeirra hér, ég og Aiwa munum reyna að svara þeim af bestu getu.

Vill benda á að spá kubburinn er kominn inn ;)

Einnig vil ég benda á að skila þarf inn spá fyrir miðnætti á föstudegi hverja keppnishelgi ;)