Það hefur nú verið staðfest að slökkviliðsmaðurinn sem slasaðist á brautinni er látinn. Hann var 31 árs. Slysið varð í stórum árekstri í annarri kryppu brautarinnar.

Atburðurinn átti sér stað þegar H. H. Frentzen reyndi að fara fram úr Rubens Barrichello sem tókst ekki betur en svo að þeir lentu saman. Við það runnu þeir út af brautinni og tóku með sér Jarno Trulli og David Coulthard. Þá keyrði Pedro de la Rosa (Arrows) aftan á Jaguar bíl Johnny Herberts og gereyðilaggði afturhluta bílsins. Við áreksturinn tókst de la Rosa á loft og flaug hann í gegnum loftið. Bíll hans snerti nokkra bíla sem voru fyrir utan brautina í mölinni og partar af bílunum flugu í allar áttir.

Það virðist sem slökkviliðsmaðurinn hafi fengið í höfuðið fljúgandi dekk og við það slasast alvarlega. Reynt var hjartahnoð í nokkurn tíma áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Það var tilkynnt í lok kappakstursins að hann væri látinn.

Þessi sorglegi atburður minnir okkur á þá staðreynd að kappakstur er lífshættuleg íþrótt fyrir alla þá er koma að honum bílstjóra, brautarstarfsmenn, þjónustulið og áhorfendur.

Tekið frá www.formula1.is