Það verður gaman að fylgjast með startinu á morgun. MH hefur sýnt það á þessu keppnistímabili að þó hann hafi ekki verið á ráspól að þá hefur hann náð forystu eftir fyrstu beygju. Tvisvar sinnum hefur hann verið í þriðja sæti á rásmarki en samt náð forystunni. MS þarf því að gæta sín vel þó hann hafi ráspólinn. Það vinnur hins vegar með MS að RB er fyrir aftan hann og gæti reynt að renna bílnum sínum strax til hægri til að koma í veg fyrir atlögur frá MH. Ef hann myndi gera það þá fengi hann mörg stig frá Tifosi, aðdáendum Ferrari.

MS segir, varðandi fyrstu beygu á morgun að það velti mikið á því hvort keppendur geti sýnt einhverja tillitsemi hvort hún verði óhappalaust. Hann benti líka á að það væri nóg rými til að víkja og forðast þannig árekstur. Það virðist samt sem áður vera þannig að menn óttast þessa nýju beygju mjög mikið og að hugsanlegt sé að jafnvel í henni komi úrslitin til með að ráðast.