Litlar auglýsingar á búningum keppenda eru margar, og kosta mikla peninga. Þessar auglýsingar sér maður bara sem litla depla og er ekki hlaupið að komast að því hvað á þeim stendur. Svona auglýsing kostar kanski 10.000.000kr á EINU tímabili en á tíu tímabilum er kostnaðurinn kanski 100.000.000kr. Á þessum tíu árum versnar svo sjónin og maður sér einu sinni ekki þessa litlu depla!
Þessi STÓRU fyrirtæki sem auglýsa eiga bara að kaupa stórar auglýsingar.
Kaupið frekar auglýsingar á bílana því þú sérð ekki búninginn nema þegar keppnin er afstaðin, þ.e.a.s ef keppandinn er í fyrsta, öðru eða þriðja sæti.

(aumingja þeir sem eru með auglýsingar á búningunum sem Masacane og Heidfeld eru í.
ég held meira að segja að ég viti ekki einu sinni hvernig þeir líta út!)

Sphinx