FIA hefur ákveðið röð og staðsetningar F1 keppna fyrir næsta ár og eins og venjulega eru nokkur atriði sem koma á óvart. Breski kappaksturinn er enn á vordögum, Nurburgring fær betri tíma og Malasía er ekki lengur lokakeppnin. Malasíukeppnin er nú haldin 18. mars, aðeins tveimur vikum eftir Ástralíukappaksturinn sem er mikil breyting frá lokakeppni ársins í ár en eflaust til hagsbóta fyrir formúluliðin. Evrópukappaksturinn er nú mánuði seinna á dagatalinu.

Dagatal 2001:

Ástralski kappaksturinn, 4. mars.
Malasíu kappaksturinn, 18. mars.
Brasilíski kappaksturinn, 1. apríl.
San Marinó kappaksturinn, 15. apríl.
Spánski kappaksturinn, 29. apríl.
Breski kappaksturinn, 13 maí.
Mónakó kappaksturinn, 27. maí.
Kanadíski kappaksturinn, 10. júní.
Evrópski kappaksturinn, 24. júní.
Franski kappaksturinn, 8. júlí.
Austuríski kappaksturinn, 22. júlí.
Þýski kappaksturinn, 5. ágúst.
Ungverski kappaksturinn, 19. ágúst.
Belgíski kappaksturinn, 2. september.
Ítalski kappaksturinn, 16. september.
Ameríski kappaksturinn, 30. september.
Japanski kappaksturinn, 14. október.
Oli :)