Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Autobild Motorsport hyggst Mika Häkkinen leggja ökumannshanskana á hilluna að þessu tímabili loknu.

Þýska blaðið greindi einnig frá því að McLaren væri í viðræðum við Oliver Panis um að taka við á næsta tímabili.

Ekkert hefur verið staðfest en mér persónulega fynnst þetta ekkert það skrýtið því Hakkinen hefur gengið afar brösulega á þessu tímabili.

Þetta ætti að styrkja stöðu Ferrari liðsins verulega, eða veikja hana… allavega, hvað fynnst ykkur ?