Brasilía Brasilíski kappaksturinn hefur verið haldinn á tveimur brautum í gegnum tíðina. Interlagos-brautin í Säo Paulo er önnur þeirra en hin er Jacarepagua í Rio de Janeiro. Það kann að koma á óvart að Formúla 1 keppnin hafði farið fram í 23 ár áður en keppt var í Brasilíu, ekki síst fyrir þá sök að þaðan koma frábærir ökumenn eins og Emerson Fittipaldi, Ayrton Senna, Nelson Piquet, Rubens Barrichello og fleirri.

Interlagos og Jacarepagua:

Interlagos-brautin er lögð í dæld nokkuð frá byggðinni en nú hefur borgin nánast vaxið yfir hana. Hin upphaflega Interlagos spannaði 8 km og hringaði sig utan um tvö stöðuvötn. Þar höfðu farið fram merkileg kappakstursmót áður en byrjað var að keppa í Formúlu 1. Það var vel við hæfi að Fittipaldi, þáverandi heimsmeistari, skyldi bera sigur úr býtum á JPS Lotus 72D í fyrstu Formúlu 1 keppninni á Interlagos á 1973. Hann kom í mark á undan Jakie Stewart sem að ók fyrir Tyrrell. Fittipaldi vann aftur árið eftir en nú fyrir Mclaren og með sigrinum lagði hann grunninn að öðrum meistaratiltli sínum á þremur árum.

Carlos Pace gulltryggði brasilíksa þrennu þegar hann kom fyrstur í mark árið 1975 á Brabham BT44B á undan Mclaren Ökumönnunum Fittipaldi og Jochen Mass. Pace lést í flugslysi tveimur árum síðar og var þetta hans eini sigur í Formúlu 1. Tveir Ferrari urðu næstu tvö árin efstir á Interlagos. Þetta voru þeir Niki Lauda á Ferrari 312T árið 1976 og Carlos Reutemann á 312T2 ári síðar.

Hin brautin sem að hefur leikið hlutverk í Formúlu 1 sögu Barsilíu er Autodrome International de Rio eða Jacarepagua sem var lögð árið 1970 í mýrlendi rúma 1,6 km frá sjó nálægt Rio de Janeiro. Brautin sver sig í ætt við nýtíma keppnisbrautir því miður myndur sumir segja hún er flöt og einföld einkennist af kröppum beygjum og gríðalega löngum beinum köflum. Fyrsta Formúlu 1 keppnin fór fram á Jacarepagua árið 1978. Argentínumaðurinn Carlos Reutemann olli áhorfendum miklum vonbrigðum þegar að hann stal sigrinum af heimamanninum Fittipaldi sem ók fyrir Copersucar í eigu bróðir hans, Wilson Fittipaldi.

Keppnisárin 1979-1980 fór kappaksturinn fram á Interlagos. Jacques Laffite fylgdi eftir góðum sigri í opnunarkeppninni í Argentínu árið 1979 og vann á ný í 2. umferð. Annar fransmaður, Réne Arnoux, sigraði á renault RE20 árið eftir. Eftir stutta viðdvöl á Interlagos snéri keppnin aftur til Rio árið 1981. Fittipaldi var hættur í Formúlu 1 en í stað hans var kominn Nelson Piquet sem að byrjaði keppnina á ráspól fyrir Brabham liðið á undan sínum helsta andstæðingi, Reutemann. Það ringdi þennan dag. Piquet tók þá áhættu að fara út á þurrdekkjum þar sem hann gerði ráð fyrir að veður myndu skipast á annan veg. En því miður fyrir Piquet og brasilísku stuðningsmenn hans varð þeim ekki að ósk sinni. Piquet varð að hætta og Reutemann hafði forystu frá byrjun til loka.

Ári síðar var hitinn svo mikill að Riccardo Patrese féll í yfirlið og bíllinn hringsnérist á brautinni eftir aðeinst 29 hringi. Piquet (Brabham BT49D) og Keke Roseberg (Williams FW07C) börðust um forustuna við túrbóbíl Renault (RE30B) sem Alan Prost ók á. Í lokin komst Piquet fyrstur yfir endamarkslínuna og Rosberg fast á hæla hans þannig að allt tryllist á pöllunum. Tveimur mánuðum síðar voru sigurinn og stigin dæmd af þeim þar sem að vatnstankar í bílunum voru of léttir.

Piquet hélt uppteknum hætti árið eftir og varð aftur á undan Rosberg, en nú fór í hönd fimm ára tímabil þar sem Piquet og Prost sigruðu til skiptis. Piquet sigraði aftur 1986, á Williams FW11, varð rétt á undan Ayrton Senna á Lotus 98T, en Prost sem ók fyrir Mclaren, fékk kampavísgusuna yfir sig 1984-1985 og 1987-1988. Síðast var keppt á Jacarepagua árið 1989 en þá sigraði Nigel Mansell nokkuð óvænt í fyrstu ferð sinni fyrir Ferrari.

Brasilíski kappaksturinn var haldinn á Interlagos árið 1990 en nú var búið að breyta brautinni á ýmsa vegu og byggðin hafði færst alveg upp að henni. Brautin sjálf sem var 4,3 km löng, hafði verið endurskipulögð en eitt hafði ekki breyst, langi og hraðskreiði, beini kaflinn við rás- og endamarkið.

Fyrir andlát Ayrton Senna var mikill áhugi á kappakstrinum í Brasilíju en eftir lát hans datt stemmingin og ákefðin niður. Keppnin árið 2000 minnti reyndar marga á gömlu, góðu tímana en þá leiddu Ferrari ökumennirnir, Rubens Barrichello (Brasilíu) og Michael Shumacher (Þýskalandi), keppnina. Shumacher er orðinn einn sigursælasti ökuþórinn á Interlagos en hann vann á brautinni með Benetton 1994, 1995, 2000 og 2002 með Ferrari. Þrír Mclaren ökumenn, Senna (1991 og 1993) , Mika Häkkinen (1998-1999) og David Coulthard (2001) urðu einnig sigursælir á þessari erfiðu braut. Interlagos þykir sérstaklega erfið þar sem ekið er rangsælis en ekki réttsælis eins og tíðkast annars staðar.

Heimild: Formúla 1 Saga Formúlu 1 kappakstursins og ITV sport guide FORMULA ONE GRAND PRIX