Hvernig er spáin hjá ykkur fyrir formulu 1.Hver haldið þið að verði í fyrsta,öðru,þriðja,fjórða sæti og svo framvegis. Ég held ,eins og flestir hérna,að það verði Michael Schumacher því hann er með afgerandi forustu núna. Í annað sæti er mjög erfitt að spá því það getur verið Ralf Schumacher eða hinsvegar David Coulthard. Coulthard er með eitthvað um tuttugu stiga forskot á Ralf en miðað við hvernig Ralf hefur verið að keyra undanfarið þá getur alveg eins farið að hann taki annað sætið og jafnvel farið að saxa mjög á forskot Michaels.Í fjórða sætið spái ég Barichello því að hann hefur bara átt eitt svar við Ralf og það er að keyra hann út úr keppni en samt hefur hann ekki gert það lengi núna sem betur fer.Ég held að hann fari ekki að ná sætinu af Coulthard því hann hefur ekkert átt neitt í hann en hann átti nú samt mjög góðan akstur í Frakklandi þar sem hann byrjaði áttundi og endaði þriðji. Það má hann eiga. En svo getur náttúrulega allt gerst. T.d. að Michael Schumacher lendi í slysi og getur ekki keppt. Þá gæti Coulthard eða Ralf tekið titilinn. En það er nú ólíklegt.
En endilega komið með ykkar skoðun.
Íslenska NFL spjallsíðan