Giancarlo Fisichella Hann kom, hann sá, hann sigraði. Eða allavega fyrstu keppni tímabilsins. Eftir það hefur hann dalað og ekki ná að fylgja eftir frábærum árangri í fyrstu keppnum ársins. En hvaðan kom þessi frábæri ökumaður? Frá Ítalíu, nánar tiltekið Roma. Giancarlo Fisichella var fæddur 14. Janúar árið 1973. Aðeins 11 ára var hann kominn í Ítölsku MiniKart Kappaksturskeppnina en 8 árum seinna hafði hann náð uppí Formúla 3 eftir að hafa orðið annar í heimsmeistarakeppnini í Karti tveim árum áður. Ekki þurftu Formúlu 1 áhorfendur að bíða lengi eftir Fisichella en árið 1996 keyrði hann sína fyrstu keppni fyrir Minardi. Einnig prufukeyrði hann fyrir Ferrari sama ár. Næsta ár var hann kominn í eldlínuna með Jordan. Stóð hann sig vel og endaði í 8. sæti með 20 stig.

Næst lá leiðin til Benetton þar sem hann keyrði með ágætis árangri og var hæst í 6. sæti í stigakeppni. En hann sneri aftur til Jordan 2002 og var þar 2 keppnistímabil og landaði sínum fyrsta sigri. Árið 2004 fór hann svo til Sauber Petronas í von um að komast til Ferrari þar sem Sauber hefur keypt bílhluti frá Ferrari, en ekkert varð úr því. Í staðinn lá leiðin til Renault þar sem hann hefur sýnt hvers hann er megnugur sem ökumaður. Frábær ökumaður en mjög óheppinn.


Nafn: Giancarlo Fisichella
Fæddur: 14. Janúar 1973 í Roma/Ítalíu
Hæð: 1,72
Þyngd: 66kg
Kona/Kærasta?: Trúlofaður Luna
Börn?: Carlotta & Christopher
Búseta: Roma Ítalíu

F1 stigakeppnin

1 Alonso 95
2 Raikonnen 71
3 M.Schumacher 55
4 Montoya 40
5 Trulli 39
6 Fisichella 35

Heimildir:
Opinber heimasíða Fisichella