Michael Schumacher að hætta? Nú hefur Ralf bróðir hans tjáð sig um ömurlegt gengi M-S og sagt að bróðir sinn hafi ekki eins gaman af því að keppa og í fyrra. Slíkt er auðvitað ekki skrítið þar sem sigurganga hans á seinasta ári var svakaleg og fátt sem mun toppa hana.
Schumacher hefur sagt munu keppa í formúlunni á meðan hann hefur gaman af henni en hann er kannski að komast að því að lífið er ekki dans á rósum lengur og ófullkomnar vélar, léleg dekk og sífellt sterkari keppinautar er eitthvað sem hann var ekki lengur vanur eftir sigurgöngu seinustu ára.

Maður svona hálf vorkennir honum að þurfa að vakna svona við vondan draum.
Þó manni hafi í mörg mörg ár fundist hann óþolandi og gníst tönnum yfir hverjum sigri hans á fætur öðrum þá viðurkenni ég það fúslega að Michael Schumacher er fáránlega snjall ökumaður (svona eins og þegar maður hataði Michael Jordan en vissi það samt að maðurinn var einn besti körfuboltamaður heims :) ).

En tímarnir breytast og veldi rísa og falla. Fyrir einhverjum árum var Mclaren besta liðið og Mika Hakkinen toppgaurinn. Ferrari stóð í strögli á sama tíma en átti eftir að eflast eins síðar varð.
Nú er það spurning hvort Alonzo taki við þar sem Schumacher skilur við,, sem einstakur og sigursæll snillingur sem allir elska að hata. :D
—–