Núna undanfarið hef ég verið að velta því fyrir mér hvort Hakkinen og Coulthard keppi sín á milli. Ron Dennis hefur sagt að þeir geri það en á maður að treysta því.
Ég er þeirrar skoðunnar að þeir keppi sín á milli en sá sem er ofar fái betri þjónustu en hinn (bæði í keppni og utan). Ástæðan fyrir þessari tilgátu er sú að þegar Hakkinen var í fríinu sínu þá gekk Coulthard mjög vel og hann var farinn að keyra jafn hratt og Schumacher. Síðan þegar Hakkinen kom aftur úr fríinu sínu og fór að standa sig vel þá for Coulthard að vera í 3-4 sæti aftur.
Hvað haldið þið um þetta?
Áð lokum við ég taka það fram að ég held hvorki með Coulthard né Hakkinen heldur Schumacher og Ferrari en eins og flestir vita eru ökumennirnir ekki jafnir þar, þó að liðsstjóri hafi sagt annað.