Hér kemur smá fróðleikur um Monza brautina þar sem næsti kappakstur verður.

Lengd hrings: 5.76 km
Fjöldi hringja: 53
Vegalengd ekin í keppni: 305.28 km
Hraðasti hringur: M. Hakkinen 1:24:808
Lýsing á hringnum: Hringurinn hefst á beinum kafla sem kallaður er Rettifilio Tribune þar sem náð 330 km hraða. Á eftir honum tekur við S-beygja (Variante Goodyear) sem mjög óslétt. Komið er inn í hana í öðrum gír á tæplega 100 km hraða og farið útúr henni á 130 einnig í öðrum gír. Strax á eftir er svo komið að Curva Grande sem er nokkuð löng óslétt hægri beygja sem reynir mikið á stýrið. Komið er út úr henni á tæplega 300 og er þá kanturinn notaður óspart. Að lokinni beygju er beinn kafli.
Næst tekur Variante della Roggia við. Komið er að henni í 6 gír og þar þarf að bremsa sig niður í 2 gír (100 km/klst) á svæði sem er óslétt og hált. Beygjan er hægri vinstri S-beygja og er henni er lokið eru þeir á 140 km hraða. Curva di Lesmo kemur þar á eftir. Hún er 90° og er tekin hratt í 3-4 gír. Næst liggur brautin niður beina kaflan Curve del Serraglio en í lok hans er náð 320 km hraða.
Núna verða ökuþórarnir að treysta bremsunum sínum því þeir þurfta að bremsa sig úr 6 gír niður í þann fjórða eins seint og mögulegt er. Næst tekur við Curva del Vialone sem er vinstri beygja og fyrri hlutinn af krók á beina kaflanum. Strax á eftir kemur Variante Ascari sem er seinni hlutinn af króknum. Hún er hægri-vinstri S-beyja sem komið er útúr á 200 km hraða. Þar á eftir er komið beina kaflanum Rettifilio Centro sem endar í síðustu beygjunni.
Síðasta beygjan nefnist Curva Parabolica og er 180° hægri beygja sem er mjög mikilvæg að taka rétt til að ná góðum brautartíma. Er ökumenn koma inn í hana eru þeir í 3 gír á 160 km hraða en er þeir koma út úr henni eru þeir komnir á 270. Núna er aftur komið á Rettifilio Tribune.