Jæja, þá hefur Häkkinen sagt að hann muni styðja félaga sinn Coulthard í keppninni um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1. Þegar 10 mót eru eftir telur hann það næstum ómögulegt að geta náð topmönnunum, sem eru Schumacher og Coulthard en þeir eru tæpum 50 stigum á undan honum.

Þetta er haft eftir honum:

„Ef ég hugsa um möguleika mína á titilinum þá eru þeir algjör hörmung,“ sagði Häkkinen eftir að hafa fallið úr leik í Mónakó vegna bilunar í bíl sínum. „Ég finn ekki réttu orðin til að lýsa því hvernig mér líður eftir að hafa orðið fyrir hverju vandamálinu á fætur öðru á keppnistímabilinu. Ég get ekki lýst tilfinningum mínum og hversu vonsvikinn ég er,” sagði heimsmeistarinn fyrrverandi.
-mbl.is-

Erum við að tala um Coulthard #1 fyrir Mclaren?