Ég ætla að skrifa smá brot um Michael Schumacher og feril hans.

Michael er fæddur 3 Janúar 1969, 36 ára gamall, í Hurth-Hermulheim, Þýskalandi. Hann er 1.74 m á hæð og vegur 75 kíló. Hann er giftur konu að nafni Corrina. Þau eiga saman 2 börn 1 stelpu, Gina Marina og einn strák, Mick. Í frístundum spilar hann fótbolta, skellir sér á skíði eða hjólar. Honum finnst rokk og danstónlist skemmtilegust og hann rokkar mest við Tinu Turner eða Michael Jackson. Honum finnst ítalskur matur bestur og hann drekkur gjarnan kolsýrðann
Eplasafa með. Hann er menntaður vélvirki og hann ætlar að starfa við það eftir F1.

Þá er komið að hans glæsta feril. Hann keppti fyrst í F1 25 ágúst 1991. En það er merkileg saga um það þegar hann var að reyna að koma sér að og sagði Eddie Jordan að hann væri næsta vanur því að aka Spa brautina í Belgíu. Hann og fékk fyrir vikið að keppa. Reynsluna hafði hann hins vegar ekki því hann hafði aldrei ekið brautina heldur farið um á reiðhjóli en árangurinn vakti þó strax athygli.
Hann fór frá Jordan árið 92’ og gekk við liðs Benettons Ford. Hann vann sinn fyrsta sigur einmitt á spa. Hann endaði í 3 sæti í keppni ökuþóra á hans öðru ári.
93’ var ekki eins gott en hann endaði í 4 sæti. (Samkvæmt Fusion Lorus vann hann einn sigur, ég er samt ekki viss)
Næsta ár (94’) var hreint út sagt frábært. 8 sigrar en það var mjög hart barist. Margir vildu ekki sjá Michael með titilinn út af miklu skapi. Hann vann samt titil ökuþóra en það má vekja athygli að hann var aðeins búinn að vera 3 ár í Formúlunni.
Árið 95’ var ekkert verra en árið á undan. Benetton fékk samning við Renault. Það kom ekki í sök, Michael vann 9 sigra og ekki var eins mikil keppni og árið á undan.
Margt gerðist næsta ár (96’) nýjir menn komu í F1 t.d. Ross Brown og Jean Todt. Þeir tóku við lélegu Ferrari liði. Michael hætti þá hjá Benetton Renault og fór til Ferrari. Fyrsta árið var ekkert sérstakt aðeins 3 sigrar en hann náði samt 3 sæti í keppni ökuþóra.
97’. Já hver man ekki eftir þessu ári? Ferrari breyttist í Scuderia Ferrari Marlboro. Michael var með góða vél og bíl. Hann var í mikilli keppni við Jacques Villenueve. Það var mjög tvísinnt alveg fram á síðustu keppni en Michael þurfti að vinna. Hann byrjaði vel en svo byrjaði Jacques að minnka munin og hann var alveg að fara taka fram úr honum þá klessir Michael í hlið Villenueve’s sem endar að bíll Michael’s eyðilaggðist og hann þurfti að hætta keppni. Öll stig hans urðu dæmd af honum en þess má geta að hann vann 5 keppnir.
Þá er komið að tíma Mika Häkkinen. Þeir tver áttu í mikilli keppni árið 98’ en Mika vann heimsmeistaratitilinn. Michael endaði í öðru en hann vann samt 6 sigra.
99’ var leiðinlegt ár fyrir Michael. Hann fótbrotnaði á silverstone og Mika Salo tók af honum. Hann vann samt 2 sigra og endaði í 5 sæti.
00’ var spennandi ár. Mika og Michael kepptu enn einu sinni um meistaratitilinn. Hart var barist en Michael vann 9 sigra og endaði sem heimsmeistari.
01’ var mjög gott hjá honum. Hann vann aftur 9 sigra og endaði sem öruggur sigurvegari. Mika Häkkinen hætti eftir það ár.
02’ var ótrúlegt! 11 sigrar og öruggur heimsmeistari. Hann rúllaði hverri keppni á fætur annari.
03’ Var smá keppni Kimi Räikkönen og Juan Pablo Montoya kepptu við hann en hann var samt alltaf með þetta í annari hendi og kláraði þetta í síðustu keppnini.
Árið í fyrra var svakalegt ár! 13 sigrar fyrir Scuderia Ferrari Marlboro. Öruggur heimsmeistari.

Fáir menn hafa skákað meistaranum og það eru fáir sem munu gera það. Kallinn er orðinn ótrúlega reynslumikill, mun yfirvegaðari og margfalt úthugsaðarri. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Vonandi fannst þér lesturinn góður.
Kv Heiða