Imola kappaksturinn í San Marino var háður núna um helgina. Ég bjóst við miklu af Ferrari ökumönnunum og bílnum. Þetta var skemmtilegasta keppni sem ég hef horft á í mörg mörg mörg ár.

Eftir fyrri tímatöku leist mér vel á blikuna Michael í 3 sæti og það var ekki langt á eftir Kimi. Ég var viss um að Michael myndi ná honum í seinni tímatökuni en hún var alveg skelfileg. Michael keyrði útaf og lenti í 13 sæti. Ég byrjaði að hugsa um að allt væri ónítt, þetta tímabil og þessi keppni. En annað kom uppá daginn.

Keppnin byrjaði bara svona venjulega, flestir héldu sinni stöðu. Michael var á eftir Ralf og þeir voru bara að dóla þarna í 12-13 sæti. Eftir nokkra hringi féll Kimi úr keppni og satt að seigja varð ég pínu ánægður þar sem ég var að horfa á keppnina með 3 McLaren aðdáendum. Alonso leiddi keppnina og var 9 sekúndum á undan Jenson Button. Jarno Trulli var dólandi í 5 sæti með 5 bíla á eftir sér í einni bunu. Mér fannst þetta vera algjör snilld því að Michael var einn af mörgum ökumönnum í þessari bunu og hann átti möguleika á góðu sæti.

Þegar 1/3 af keppnini var búinn var komið að þjónustuhléunum. Trulli og öll bunan nema Wurz og Michael fóru inn en þeir héngu úti nokkra hringi í viðbót. Svo á einhvern ótrúlegasta hátt kom Michael inná brautina í 3 sæti og 21 sekúndu á eftir Jenson Button. Michael setti í eldflaugargírinn og vann upp 1-2 sekúndur á hring bæði á Jenson Button og Alonso. Hann pressaði í 15 hringi og þá var hann kominn í skottið á Button. Alonso fór þá inn og það voru 21 hringur eftir. Button ætlaði aldrei inn og ég var orðinn frekar pirraður. Rétt áður en Button fór skaust Michael frammúr á ótrúlegan hátt og setti aftur í eldflaugargírinn og keyrði í 2 hringi. Hann fór inn á þjónustusvæði var enga stund og kom rétt á eftir Alonso. 13 hringir voru eftir og það voru 0.4 sekúndur á milli þeirra. Spennan var í algleymingi ég gat ekki sest niður. Það var sama hversu mikið hann pressaði á Alonso, hann klikkaði ekki og hann hampaði sigrinum.

Þessi keppni eins og ég sagði hér fyrr var sú besta í mörg ár. Ég er pínu reiður við Button því ef hann hefði farið fyrr inn Michael hefði unnið þessa sekúndu og komist út á undan Alonso. Ég er svekktur útaf því að mér fannst Michael ætti sigurinn skilið en ég er mjög ánægður með annað sætið. Schumacher má þakka Jarno Trulli fyrir annað sætið því að ef hann hefði ekki tafið keppnina þá hefði hann Michael verið sáttur við 6 sætið.