Bernoldi hótað Í mónakó keppninni keppti Bernoldi við Coulthard þar sem að sá fyrrnefndi hélt þeim síðari fyrir aftan sig í um það bil 40 hringi og tafði hann greinilega.

Þessu hefði hann betur sleppt því eftir keppni komu formenn Mclaren og Mercedes (Dennis og Haug) til hans og ávítuðu hann harðlega. Þeir sökuðu hann um óíþróttamannslega hegðun og sögðu meðal annars:
—-af formula1.is—-
“Þeir voru báðir mjög æstir,” sagði Bernoldi. “Þeir sögðu mér “ef þú heldur áfram að keyra svona verður þú ekki mjög lengi í Formúlu 1”. Ég var mjög hræddur því þeir voru mjög ógnvekjandi.”
—-tilvitnun lýkur—
Bernoldi ver sig og segir bara að hann hafi verið að fara eftir liðsfyrirmælum og hafi ekki haldið aftur af honum viljandi. Coulthard hefur líka sagt að þetta hafi verið alveg löglegt en honum hafi hins vegar þótt þetta leiðinlegt.

Að mínu mati var Bernoldi í fullum rétti og ég sé ekki afhverju hann hafi átt að hleypa Coulthard framúr. Þetta sem Mclaren menn eru að segja er hrein og klár hótun, ætla þeir að koma öllum útur formúlunni sem voga sér að keppa við Coulthard? Ef þetta er ekki hótun heldur bara viðvörun um að maður eigi alltaf að víkja ef einhver er fyrir aftan þá sé ég ekki að það sé uppskriftin að sigrum í formúlu 1, vísa bara í umræðu um Montoya.

Hvaða skoðun hafið þið á málinu hver var í rétti?