1 M. Schumacher Ferrari
2 Barrichello Ferrari 0.400
3 Irvine, Jaguar 30.600

Sp: Michael þetta er þinn fimmti sigur hér á brautinni og e.t.v. sá auðveldasti þar sem enn átti McLaren í vandræðum með ræsinguna. Hvað finnst þér um það?

MS: Ég veit það ekki, þeir áttu greinilega í vandræðum með annan bílinn, á meðan hinn ræsti á eðlilegan hátt. Þú ættir að tala um það við þá, það er best að ég tali bara um það sem að mér snýr.

Sp: Svo virðist vera að einungis albestu ökumenn vinni oft í Mónakó. Þú hefur unnið fimm sinnum, aðrir sem hafa unnið oft eru Ayrton Senna, Alan Prost og Graham Hill. Hvað er svona sérstakt við þessa braut, hvað er það sem þarf til svo sigur náist hér?

MS: Fyrst og fremst að ljúka keppni. Það er mjög auðvelt að gera mistök hér og þó svo þetta hafi verið auðveld keppni var hún samt erfið. Við vorum að aka nokkuð hratt. Ég veit ekki hvað það er sem gerir þessa braut svo sérstaka, mér finnst þetta vissulega frábær braut. Það verður mér æ auðveldara að setja upp bílinn sem er mjög mikilvægt hér þannig að bíllinn láti vel í beygjunum. En heppni spilar einnig inn í þetta.

Sp: Var keppnin auðveldari nú í ár vegna spólvarnarinnar og breytinga á gírkassanum eða var hún rétt eins erfið og áður?

MS: Hún var nokkuð erfið. Vegna spólvarnarinnar er mögulegt að fara hraðar og því er álagið meira á ökumanninn.

Sp: Rubens þú heldur upp á það að hafa framlengt samning þinn við Ferrari með því að ná öðru sæti í Mónakó. Svo virtist sem þetta væri nokkuð einfalt mál fyrir þig - upplifðir þú keppnina þannig?

RB: Nei hreint ekki. Á 9. eða 10. hring fór ég að fá krampa í fæturna þar sem það kom mikill titringur í pedalana. Brawn varð um tíma nokkurs konar sjúkraþjálfi því þetta var alveg að gera útaf við mig um tíma. Ég gat varla notað hægri fótinn, hann sagði mér að drekka nægilega mikið vatn. En svo leið þetta frá en um tíma átti ég í hinum mestu vandræðum í bílnum.

Sp: Eddie til hamingju, þú ert nú í fyrsta sinn á palli síðan þú hættir hjá Ferrari og í fyrsta sinn sem Jaguar nær á pall. Þú hlýtur að vera alsæll fyrir þína hönd og liðsins?

EI: Já, þetta er frábært og það hérna. Tveir Ferraribílstjórar á palli og einn frá Jaguar, nú er bara að sjá hvort við getum fylgt þessu eftir. Mónakó er um margt undarleg braut. Við höfum verið hraðir hér alla helgina og nú er bara að vona að við náum einnig að gera það í Kanada.

Sp: Keppnin var ekki alveg tíðindalaus hjá þér, þú lentir á varnarvegg, hafði það engin áhrif á þig í keppninni?

EI: Ég snerti vegrið hjá sundlauginni, en ég var á hliðarskriði þegar ég lenti á því og þetta var að innanverðu þannig að þetta hafði engin áhrif á bílinn.

Sp: Takk Eddie, Michael, nú liggur leiðin til Kanada sem er mjög hröð braut og því allt öðru vísi en hér. Þú ert með 12 stiga forskot í keppninni. Hver er dagskráin hjá Ferrari fram að næstu keppni?

MS: Við verðum við prófanir á Magny Cours í næstu viku í 3 daga, sem eru einu prófanirnar sem við fáum fram að þeirri keppni ef mér skjátlast ekki. Við komum ekki til með að prófa sérstaklega fyrir Kanada, en við vitum mæta vel hvað þarf að gera fyrir þá keppni og við komum til með að undirbúa okkur fyrir hana. Vonandi náum við aftur 1 – 2 sigri þar.

Sp: Takk fyrir.