Nýju reglurnar Ég fór allt í einu að hugsa um þessar nýju reglur og þær breytingar sem komu af þeim. Hvað er gott við þær og hvað er vont fyrir áhorfendurna? Ég ætla að reyna að svara spurningum á borð við þessar hér á eftir og velta mér upp úr þessu fram og aftur.

Byrjum á dekkja reglunni:
Eins og flestir vita var dekkjareglum breytt fyrir þetta keppnistímabil þannig að nú má aðeins nota fjögur dekk bæði í tímatökum og keppni, af þessu leiðir að dekkin þurfa að endast mun meira og við það minkar grip eitthvað.
Hver var kosturinn við þessa reglubreytingu? Jú hann á að vera sá að minka kostnað keppnisliða, þetta minkar hann vissulega því nú þurfa keppnislið aðeins 4 dekk í stað 16 áður. Ég held samt að ókostir þessar breytingar séu miklu fleiri, t.d. held ég að nú verði meira um að gripið minki og þá verða bílar mun óstöðugri og jafn vel hættulegir þó það gerist ekki þá veldur minna grip því að mun minna verður að framúrakstri og það er ekki gott. Sjálfum fyndist mér rétt að leyfa liðinum að skipta um dekk einusinni í keppni en þetta er að vísu bara mín upplifun á þessari breytingu og kannski er hún allt önnur þó ég sái það ekki.

Tveggja keppna vélar:
Nú í ár var reglunni með vélarnar aftur breytt, en í fyrra var henni breytt þannig að vélin þyrfti að endast eina heila keppnishelgi og áttu mörg lið í mesta basli með þetta. Í ár var svo ákveðið að breyta reglunni þannig að nú þyrfti hver vél að endast tvö mót og átti þetta að draga enn frekar úr kostnaði og minka afl véla. Nú þegar þess regla hefur verið í gildi í 3 mótum þá hafa ekki margar bilanir komið upp og svo virðist sem afl bílanna hafi ekki minkað þannig að hún hafði raunar bara góð áhrif á kostnað við hvert mót. Aftur á móti virðist reglan hafa það í för með sér að nú eru menn minna að reyna á bílanna og keyra meira “öruggt” þannig að vélarnar sé ekki orðnar lélegar þegar út í næsta mót kemur og veldur þetta því að ökumenn gera minna í að reyna að vinna upp mikið forskot aka ferkar “öruggir” í 2. sætið í stað þess að reyna að ná þeim sem er í 1. sæti.
Ég held að þess regla hafi því miður ekki aukið neitt áhorfsgildi við þetta sport og raunar væri ég til í að reglunni yrði aftur breytt í fyrra horf þannig að hver vél þyrfti aðeins að endast eina keppnishelgi því þá myndu ökumenn örugglega leggja meira á bílanna til að sigra.

Nú hef ég velt tveimur nýjum reglum fyrir mér og þegar ég horfi á það þá sé ég að í raun eru þær ekkert svo sniðugar allavega ekki að mínu mati, en mér datt í hug að leita að ummælum eins og tveggja ökuþóra um þetta og þegar ég fór að leita fann ég umæli eftir David Coulthard og þau koma hér á eftir:

„(Michael) Schumacher ók þrjár hringi (á fyrri föstudagsæfingunni í Melbourne) og Kimi (Räikkönen) einn. Ímyndið ykkur allt fólkið sem borgaði sig dýru verði inn á völlinn til að sjá þessa kappa á brautinni,“ sagði Coulthard um nýju vélaregluna.

„Ég skil þrána til að draga úr tilkostnaði en við verðum að keyra - ég myndi keyra 60 hringi ef reglan væri skynsamleg,“ sagði Coulthard.


Þetta sýnir það að ökumenn eru heldur ekkert sáttir við þessar reglur þannig að ég veit ekki, á FIA að breyta reglunum aftur? Eða ætti að nota hugmynd sem David Coulhtard kom með um að ökumenn fengju eina æfingar vél sem þeir gætu notað á æfingum á keppnishelgum þannig að þeir myndu þá ekki vera að slíta keppnisvélinni á þeim og svo þær haldist enn gangandi því eins og þeir vita sem hafa farið á keppni eru æfingarnar stór partur af henni og ekki síðri hluti en tímatakan sjálf.

Ég ætla að láta staðarnumið í bili og ja ég vona að það vakni einhverjar umræður um þetta og jafnvel mikil skoðana skipti áhugamanna. Einnig vil ég óska eftir því að ef ég hef einhverstaðar farið með rangt mál þá endilega leiðréttið mig.