Mér datt í hug að skella saman smá grein um þær væntingar sem ég gerði fyrir tímabilið. Einnig ætla ég að velta því fyrir mér hvort að þær hafi verið raunhæfar miða við hvernig statt er fyrir liðum í dag. Er það einnig ætlun mín að áætla einkunn sem ég gef hverju liði fyrir sig og er hún aðeins ígrunduð af væntingum mínum svo það væri gaman að fá ykkar einkunnir og væntingar líka. En nú ætla ég að byrja:

Ferrari:
Ég hugsaði fyrir þetta keppnistímabil að þetta yrði sennilega bara ósköp hefðbundið Ferrari ár eins og árin á undan og því voru væntingar mínar til Ferrari þær að þeir héldu áfram þessari yfirburðar forustu sem þeir hafa haft undan farinn ár. En annað hefur komið á daginn og því eru þeir alls ekki að standast þær væntingar sem ég gerði til þeirra og því gef ég þeim ekki sérlega háa einkunn, en athuga þarf reyndar hversu skammt er liðið af tímabilinu þannig að þetta gæti breyst þegar lengra líður en einkunnin eins og staðan er í dag er ekki nema 4.

BAR:
Væntingar til BAR voru alveg gríðarlega miklar eftir frábært ár hjá þeim í fyrra og ég var að vona að þeir myndu veita toppliðunum harða keppni aftur í ár og jafnvel vinna nokkur mót. Eins og staðan er í dag þá eru þeir alls ekki að standast þessar væntingar og þeir hafa raunar hrapað mjög langt frá því í fyrra og því fá þeir jafn vel enn verri einkunn en sjálft meistaraliðið Ferrari en ég ætla að gefa BAR 3,6.

Renault:
Þetta lið átti miklar væntingar frá mér og var ég að vona að þeir myndu vinna nokkur mót og veita mikla baráttu við hin toppliðin. Þetta hefur orðið raunin enn betur en það, þeir hafa hreint út sagt staðið sig frábærlega á þessu ári og eiga mikið hrós skilið fyrir það. Eina sem hefur ekki verið nógu gott er hversu óheppnir þeir hafa verið með að skila ekki nema einum bíl í mark, en eins og fyrr hefur verið sagt er stutt liði á tímabilið svo það er raunar mjög erfitt að segja þetta. Ég ætla að gefa Renault góða einkunn þar sem þeir hafa staðið flestar væntingar mínar til þeirra, einkunnin verður því 9.

Williams:
Ja hvað skal nú segja, ég batt ekki miklar væntingar við Williams liðið nú í ár vegna þess að ég taldi það of mikið fyrir þá að skipta um báða ökumenn og taka inn tvo ökumenn sem ekki eru vanir að aka með liðinu og raunar þekkja ekkert inn á forvera nýja bílsins. Aftur á móti hafa þeir verið að standa sig með ágætum í mótum þess árs svo að þeir hafa raunar verið að standast þessar væntingar sem voru nú ekki miklar þannig að ég verð bara að gefa þeim einkunnina 8,5.

McLaren:
Hvaða væntingar gerði maður ekki til þessa liðs miða við allar þær lof fréttir sem bárust af bílnum um hversu góður hann hefur verið á æfingum, þannig að maður gerði sér miklar vonir um að McLaren væri að koma úr lægðinni sem þeir hafa verið í og loksins væru þeir að koma inn sem sterkur keppinautur hinna liðanna sem eru að berjast um toppinn, en annað kom á daginn. Liðið hefur ekki staðið sig neitt mikið betur en hvert annað lið þannig að þeir eru ekki alveg að standa undir væntingum manns og því verð ég að gefa þeim einkunnina 6.

Toyota:
Jú þetta lið var nú ekki hlaðið væntingum en samt voru þær nokkrar þar sem þeir réðu tvo topp ökumenn til sín. Væntingarnar voru nú samt ekki nema þær að liðið myndi sækja nokkur stig í pottinn og ja kannski aðeins oftar en áður en ekkert mikið meira en það. Aftur á móti þegar keppnistímabilið hófst þá hafa þeir komið af miklum krafti inn og verið eins og hungraðir úlfar og staðist miklu meira en væntingar og því gef ég þeim einkunnina 9,7.

Red Bull:
Þetta nýja lið byggt á Jagúar var ekki með mikið af væntingum á eftir sér og raunar bjóst maður ekki við neinu nema smá baráttu við neðstu liðin, þegar tímabilið hófst hafa þeir komið manni mjög á óvart og eru raun mesta undur Formúlu 1 í dag. Maður gerði engar sérstakar vonir til þeirra en svo þegar þeir komu í keppnina þá bara varð maður stein hissa og ætla ég því að gefa þeim einkunnina 9,8.

Sauber:
Maður bjóst kannski við að þeir yrðu að ná í nokkur stig og ja kannski sína smá barátu við hin miðjuliðin en sú barátta hefur eitthvað farið annað en til þeirra þeir hafa ekkert verið að gera neina hluti þrátt fyrir nokkur stig. En ég ætla að gefa þeim einkunnina sem þeim ber miða við árangur og væntingar en hún er 5,5.

Jordan og Minardi:
Maður gerði sér ekki miklar væntingar til þeirra og raun hafa þeir alveg staðið sig undir þeim væntingum sem voru nær engar og hvorki komið manni á óvart eða neitt þannig að ég gef Minardi og Jordan bara miðju einkunnina 5.

Athuga skal að þetta eru mínar skoðanir og væntingar og eru þær byggðar á fréttum og árangri liðanna það sem af er þessu tímabili. Gaman væri að þið hugarar mynduð segja ykkar álit og einkunnir sem þið teljið hæfa liðunnum.