Óheppnin eltir McLaren liðið. Montoya meiðir sig og getur kannski ekki keppt, annar varaökumaðurinn kemst ekki niður í bílinn og því þarf að notast við hinn. Ferrari hefur líka gefið út þá tilkynningu að þeir muni notast við nýja 2005 bílinn í Barhain. Því mun ríkja mikil eftirvænting eftir þeirri keppni.

Þegar Montoya kom til McLaren þótti þeim líkamlegt ástand hans ekki nógu heppilegt fyrir formúluna þannig að þeir fengu einkaþjálfara, til að koma Montoya í toppform. Nú er Montoya kominn í mun betra form en líkamsræktin hefur líka tekið sinn toll. Þegar Montoya var að spila tennis við einkaþjálfara sinn nú á dögunum varð hann fyrir því óhappi að bráka öxl. Þess vegna getur hann ekki keppt í Barhain og því þurfti að redda varaökumanni. Wurz, annar varaökumaður liðsins, kemst ekki í bílinn. Nokkuð sem ég skil alls ekki. Það getur verið að það sé verið að meina að hann komist ekki ofan í keppnisbíl Montoya, því mér finnst hæpið að McLaren láti hann keppa á varabílnum ef þeir komast hjá því. Niðurstaðan varð sú að þeir láta Pedro de la Rosa keppa. Ég verð nú bara að viðurkenna að þetta mál er frekar neyðarlegt fyrir Montoya og McLaren í heild. Við verðum bara að vona að de la Rosa festist ekki í neinum bíl.

Ferrari hóf strax prófanir á nýja bílnum eftir hrakfarirnar í Malasíu. Schumacher og Barrichello voru að prófa bílinn í fyrsta skipti í síðustu viku og miðað við þær fréttir sem ég hef heyrt, eru þeir himinlifandi. Bíllinn á að vera góður og fljótur, nokkuð sem Ferrari hefur skort í fyrstu tveim mótunum. Út frá niðurstöðum þessara prófana ákváðu hinir rauðklæddu Ítalar að notast við nýja bílinn strax í Barhain en bíða ekki með það þar til á Spáni, eins og til stóð. Hvernig bílinn stendur í samanburði við hin liðin kemur fyrst í ljós á föstudagsæfingunum. Hin formúluliðin vona sjálfsagt að þessi bíll sé ekki eins góður og Ferrari menn eru að vona. Ef það er rétt að 2005 bíllinn sé um 1 sekúntu hraðari heldur en 2004 bíllinn, sem var það sem kemst næst því að gera hinn fullkomna bíl, að mínu mati, þá er 2005 bíllinn mjög hraðskeiður. En það á enn eftir sannreyna yfirlýsingar Ferrari og líka það hvort bíllinn eigi eftir að endast. En ég tel nánast öruggt að það kemur ekki annað tímabil af yfirráðum rauðu fákanna.
Stupid men are often capable of things the clever would not dare to contemplate…