Frá því að Montoya tók fram úr Schumacher í Brasilíska kappakstrinum hef ég dáð hann mikið þrátt fyrir að vera mikill Schumacher-maður. En á sunnudaginn fór hann vel yfir öll velsæmismörk og sýndi ódrengilega framkomu, þ.e. þegar hann tók Schumacher með sér út af brautinni. En vinur vors og blóma, Montoya, sér greinilega ekki vitleysuna sem hann framkvæmdi og er því greinilega ekki farinn að aðlagast íþróttinni eins og bera skal. Þetta var hreint merki um óþroska og ekki bætti hann nú það þegar hann segir í viðtali að Schumacher leiki einhvern guð og hann hefði Schumacher fréttir að færa, og þær voru að “there is a new man in town” Betri? Nei, að minnsta kosti ekki meðan Schumacher er að keppa í formúlunni !
Aftur á móti gef ég Montoya frest fram til næstu keppni til þess að biðjast afsökunar því ég veit að Schumacher mun eiga orð við hann eftir þetta, eins og hann sagði á blaðamannafundi eftir keppnina, og persónulega myndi ég ekki vilja vera í Montoya sporum þá! Ónei!