Coulthard sigrar í Austurríki
              
              
              
              Þá er Austurríkiskappaksturinn afstaðinn og stóð David Coulthard uppi sem sigurvegari.  Annar varð Michael Schumacher og félagi hans, Barichello varð þriðji.  Barichello vék fyrir Schumacher þegar nokkrir metrar voru í mark, en stjóri Ferrari skipaði svo fyrir.  Á blaðamannafundinum eftir keppnina sást það greinilega að hann var hreint ekki sáttur með það, en sagðist samt hafa verið “ánægður” með það.  Félagi Coulthard, Mika Häkkinen sat eftir í rásmarki þegar keppnin hófst og var hann gráti nærst, enda hefur ekkert gegnið upp hjá kappanum þetta tímabilið.  Michael Schumacher leiðir keppni ökumanna með fjögurra stiga forskot á David Coulthard, sem er í öðru sæti.
                
              
              
              
              
             
        



