ég hef verið að vellta fyrir mér hvernig næsta tímabil í formúlu 1 eins og við vitum (vonandi) að miklar breytingar hafa orðið í Formúlunni svo sem að nýtt lið kom annað lið féll út mikið var um að ökumenn skiptu um lið og það verða tvær tímatökur í stað einnar.

Ferrari kemur auðvitað fyrst í huga þegar ég er að pæla í hvaða lið vinnur en M Schumacher hefur verið langbestur síðastliðnu ár. En ég velti mér mikið upp hvað J P Montoya mun gera hann er kominn til McLaren og hann mun vonandi setja einhverja spennu í mótið.

það er einnig spurning um Raikonen og Barichello en Barichello hefur gert miklar yfirlýsingar um að hann sé jafnvel betri en M Schumacher. Ég hef ekki tekið eftir neinum yfirlýsingum hjá Raikonen en hann er ávallt hættulegur enda snilldar ökumaður.

Ég held að Ferrari og McLaren verða einu liðin sem berjast um titilin í ár en ef eitthvað lið á eftir að fylgja þeim er það þá BAR með Button í fararbroddi. Williams skipti um báða ökumenn og ég held að það muni verða þeim erfitt að blanda sér eitthvað í toppbaráttuna. en þeir eiga eftir að fylla annað sætið en ég vona að Pizzonia hreppi það því hann er góður ökumaður og ég vona að hann muni gera eitthvað merkilegt

svo er alltaf spurning um lið eins og Toyota og Renaut. Toyota hafa ökuþóra eins og Ralf S. og Renault hafa Alonso sem ég vona að gerir eitthvað merkilegt í ár

Sauber er lið sem verður á sama róli og Jordan en þessi lið verða að ég held slök í ár en enginn veit hvað Villeneuve gerir. Jordan á eftir að fylla að ég held bæði sæti liðsins og það er spurning hvort liðið verður með á ´næsta tímabili

Svo er það nýja liðið Red Bull. ég veit ekkert hvað þeir gera en þetta fyrirtæki hefur styrkt sauber í fjölda ára. þeir eru búnir að ráða David Coulthard sem ég held að hafi verið vittleysa. Coulthard hefur ekkert gert síðastliðin ár og ég held að hann sé útbrunninn.

svo er það bara Minardi sem verður eins og alltaf á botninum ég hef aldrei vitað hvernig þetta lið heldur sig í formúlunni en þeir eru arfaslakir og guð má hjálpa þeim

ég ætla ekki að hafa þetta lengra en eins og ég seigi þá vona ég að þetta verði spennumeira ár en í fyrra.

takk fyrir

Real: Heiðar
CoD: Major Payne
Formúlan: Micael Schumache