Ég hef fylgst með Formúlu 1 síðan sjónvarpið byrjaði að sýna frá henni. Varð strax fylgismaður Schumachers þó svo að það megi dæma margt i fari hans, t.d. hroka í viðtölum eða of mikla hörku í keppnum.
Það hefur alltaf verið talað um hann sem einn hæfileikaríkasta ökuþórinn í Formúlunni og þar með einn af þeim betri. Samt sem áður hefur honum ekki tekist að hampa titlinum í þessi þrjú? ár sem hann hefur verið hjá Ferrari. Að vísu hefur Ferrariliðið styrkst til muna eftir að hann gékk til liðs við þá.
Fyrir fjórum árum var Williams með langbesta bílinn sem sést á því að þeir ráku Damon Hill og settu Villineu í staðinn. Hann vann. Síðan fór hönnuðurinn yfir til Maclaren og skóp þennan rosalega bíl þeirra.
Mér hefur ekkert litist á gengi Schumacher núna á seinni hluta þess tíma
En spurningin sem ég er að velta fyrir mér er sú hvort það er bíllinn eða ökumaðurinn sem skiptir meira máli ? eða er Schumacher bara búinn að vera ?