Pedro Diniz og Jacques Villeneuve fengu báðir tímasektir fyrir að valda árekstrum í keppninni á sunnudaginn sem hægt hefði verið að afstýra. Þótt að sektin væri minni háttar er líklega hvorugur ökumaðurinn ánægður með að fá svartan blett á ökuferilinn. Diniz keyrði á Pedro de la Rosa í 49. hring og endaði keppnina fyrir hann. Villeneuve á hinn bóginn skaut sjálfum sér og Ralf Schumacher úr keppni eftir að hafa reynt áhættusaman framúrakstur á 65. hring. Dómarar yfirheyrðu alla ökumennina og skoðuðu myndbönd af atburðunum áður en þeir felldu dóm sinn. Báðir ökumenn fengu 25 sekúndur af lokatíma sínum dregnar frá sem skipti engu máli upp á heildarútkomuna. Hefði þessi ákvörðun verið tekin á meðan á keppni stóð hefðu þeir líklega fengið sömu refsingu og Coulthard í sömu keppni.