Jæja þá er að koma að einni af skemmtilegustu keppnum ársins (ekki að hægt sé að gera upp á milli þeirra). Barcelona er ein af þeim brautum sem ökumennirnir þekkja best. Þar eru haldnar æfingar fyrir tímabilið á á miðju tímabilinu þannig að maður myndi ætla að ekki þyrfti að eyða miklum tíma í að setja bílana upp en það er nú samt sem áður gert eins og á öllum hinum brautunum.
Nú verður spennandi að sjá hverjir verða í efstu sætunum eftir tímatökur. Hinn 25 ára Ralf Schumacher er að koma svo sterkur inn á Williams bílnum sínum og nýliðinn Montoya, einning á Williams, kemur sífellt á óvart. Óheppinn að klára ekki síðustu keppni en ég er viss um að hann verður í einu af efstu sætunum á Spáni.
Óhjákvæmilega verður manni hugsað til Hakkinen, hvað gerir hann á Spáni? Er búið að redda bílnum hjá honum? eða er hann búinn?
Mjög mikilvægt er fyrir Michael Schumacher að klára þessa keppni og fá stig og það sama má segja um Coulthard sem er jafn að stigum og Schumi. Á vísi.is og f1.com er talað um að augu manna beinist helst að bræðrunum og Coulthard þegar rætt er um heimsmeistaratitilinn. Það væri frábært að sjá alvöru keppni milli Ralf og Schumi. Schumi sagði í viðtali að Ferrari hefði ekki þá yfirburði sem þeir höfðu í upphafi tímabilsins þannig að allt getur gerst.
Í fyrra fór keppnin á Spáni þannig: Michael Schumacher var fyrstur, Hakkinen annar, Barichello þriðji, Coulthard fjórði, Button fimmti og de la Rosa sjötti.