Um helgina var Ralf Schumacher tekinn fyrir of hraðan akstur á vegi í Austurríki. Hann var á um 170km/klst en leyfilegur hraði á þessum slóðum er 100km/klst. Búast má við að hann missi leyfið í nokkrar vikur enda segir lögreglan að hann fái enga sérmeðferð hjá þeim og er búist við því að það verði nokkra vikna svipting. En það kemur sér mjög illa fyrir Schumacher því ef þú hefur ekki ökuleyfi þá máttu ekki keppa í Formulunni. Talað er um að hann sé að reyna fá að taka út refsinguna þegar langt er á milli keppna í formulunni.