Ég var að lesa greinar inná vísi.is og á F1.com og þar er sagt frá því að Burti ökumaður Jaguar hafi farið frá liðinu og muni keyra fyrir Prost liðið frá og með Barcelona-kappakstrinum.
Mazzacane var látinn fara frá Prost og kemur Burti í hans stað. Það er ekki langt síðan Niki Lauda gaf út yfirlýsingu þess efnis að Pedro de la Rosa tæki sæti Burti á næsta tímabili og er því ekki skrítið að Burti hafi farið um leið og honum bauðst. Hann hefur meiri áhuga á að keyra fyrir lið þar sem hann á einhverja framtíð fyrir sér. Ekki er búið að gefa út neinar yfirlýsingar varðandi brottför Mazzacane úr formúlunni,honum var þakkað fyrir
og óskað góðs gengis í framtíðinni,en ég held að allir geri sér grein fyrir því að framistaða hans var ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Jæja það verður gaman að sjá hvort þetta breyti miklu í formúlunni og de la Rosa er á heimavelli í næsta kappakstri sem setur auðvita svolitla pressu á hann.