Skotinn gerði það aftur aðra keppnina í röð. Honum tókst núna að stöðva óslitna ráspólaseríu M. Schumacher síðustu sjö keppna. En hann var nú hreint ekki einn um að skáka heimsmeistaranum því félagi hans og fyrrum heimsmeistari Mika Hakkinen og síðan litli bróðir heimsmeistarans fyrrnefnda Ralf, sáu til þess að MS missti af fréttamannafundinum. Hér kemur staðan.
1. Coulthard McLaren 1'23“054
2. Hakkinen McLaren 1'23”282
3. Schumacher R Williams 1'23“357
4. Schumacher M Ferrari 1'23”593
5. Trulli Jordan 1'23“658
6. Barrichello Ferrari 1'23”786
7. Montoya Williams 1'24“141
8. Panis BAR 1'24”213
9. Frentzen Jordan 1'24“436
10.Raikkonen Sauber 1'24”671

Eins og sjá má af tímunum er ekki mikill munur frá fyrsta til sjötta, aðeins 7/10 úr sekúndu sem þó er nóg á tímatöku. Það er bara vonandi að við fáum að sjá harða keppni á morgun með spennu þó svo að brautin gefi ekki færi á mikklum framúrakstri. Og óskandi að báðir Williamsbílarnir nái nú að klára. En M.Schumacher má passa sig með Barricello bolluvöndinn beint fyrir aftan sig.