Ekki er hægt að segja annað en að afmælisbarn aprílmánaðar sé fæddur snillingur í kappakstri. Jacques Villeneuve er sonur annarar goðsagnar í kappakstri, Gilles Villeneuve.
Á fjórða ári í keppni á einsmannabílum, þá í japanska formúlu 3 varð hann annar í stigakeppninni, það var árið 1992. Árið eftir keppti hann í Toyota Atlantic meistarakeppninni og kláraði þriðji.
Árið 1994 hóf hann keppni í IndyCar í Bandaríkjunum kláraði þar sjötti á 94 stigum og var valinn nýliði ársins.
Á öðru ári í IndyCar varð hann yngsti ökumaður hingað til, til að verða IndyCar heimsmeistari, vann fjórar keppnir, þar á meðal Indianapolis 500.
Villeneuve tekur sín fyrstu spor í formúlu 1 í Ástralíu árið 1996 sem félagi Damon Hill hjá Williams. Þar tekur hann annað sætið. Og það var ekki nóg, hans fyrsti sigur kom í Nurburgring og eftir glæsilegan endasprett á tímabilinu endar hann annar í stigakeppni ökumanna stutt á eftir félaga sínum.
1997 var hans best ár, vann sjö af sautján keppnum og vann heimsmeistaratitil ökumanna.
Var áfram hjá Williams 1998 en þá komu tvö lið, McLaren og Ferrari og hrifsuðu toppsætið af liðinu. Villeneuve komst aðeins tvisvar á pall það árið og var látinn fara frá liðinu að keppnistímabilinu loknu.
Hjá nýju liði, BAR, sá kappinn sína svörtustu daga árið 1999. Kláraði aðeins sex keppnir og hlaut engin stig. Eftirminnilegasta atvik ársins hjá JV var í tímatökum á SPA þar sem hans “besta krass” leit dagsins ljós.
2000, áfram hjá BAR á bíl númer 21 nældi hann sér í 17 stig og kláraði sjöundi í keppni ökumanna. Hvað vinurinn gerir á þessu ári veltur helst á mótornum og bílnum, því Jacques Villeneuve hefur hæfileikana til bera.
Það er þrennt sem einkennir manninn; glæsilegur akstur. svakalegir árekstrar og ótrúlegir háralitir.
Jacques Villeneuve, til hamingju með þrítugsafmælið 9 apríl 2001.