Jæja þá er þriðja keppnin á tímabilinu búin. Hún fór ekki alveg eins og maður átti von á. Ég var alveg viss um að Schumacher ætti öruggan sigur í Brasilíu en svo var nú heldur betur ekki. Hann átti feiknagott start en sökum þess að Hakkinen sat eftir í startinu þá þurfti að kalla út öryggisbílinn og rétt eftir að örygisbíllinn var farinn þá skaust Montoya fram úr Shumacher og var það mjög fagmannlega gert. Það kom vel í ljós hversu góðir Williams bílarnir eru góðir. Ralf var óheppinn að Barichello keyrði aftan á hann, það leit út fyrir að vera klaufaskapur í Barichello sem olli því. Seinna í keppninni keyrði Verstappen aftan á Montoya, sem var búinn að leiða meira en helminginn af keppninni, í sömu beygju og keyrt var á Ralf. Það er synd að Montoya náði ekki að klára keppnina…allavega hefði það verið skárra ef það hefðu verið hans eigin mistök sem urðu til þess að hann datt úr keppninni.
Þegar byrjað var að tala um skýjabakka og rigningu þá hélt ég að þetta væri öruggt hjá Schumacher þar sem maðurinn er algjör snillingur í rigningu (eða það hélt ég) en því miður þá fór það á annan veg. Schumacher sem var á 2 hléum eins og í fyrra fór á medium dekkin (1/2 rigningar og 1/2 þurr ) en það breytti ekki miklu. Hann rann út um allt eins og belja á svelli og það varð til þess að leikurinn var frekar auðveldur fyrir Coulthard sem tók fram úr honum og smá jók síðan forskotið það sem eftir var og endaði 16.164 sek. á undan Schumi. Coulthard sagði á blaðamannafundinum að McLaren menn hefðu sett bílinn upp fyrir rigningu, það hefði verið áhætta og hefði ekki farið að rigna þá er ekki víst að hann hefði unnið.
Það var gaman að sjá Heidfeld á palli í fyrsta sinn og þvílík gleði hjá Sauber liðinu. Þetta eru fyrstu verðlaun Saubber frá því 1998 þegar Alesi var í 3 sæti á Spa. Heidfeld er í 4 sæti á lista ökumanna og Sauber liðið er í 3 sæti í keppni bílaframleiðenda. Frentzen er nú í 5 sæti ökumannalistanum og Panis er 6. Þetta verður ábyggilega mjög skemmtilegt og spennandi tímabil á ár. Ég hlakka mest til að sjá Montoya, hann hefur greinilega það sem þarf í þetta þrátt fyrir að koma beint úr kartinu. Þeir sögðu líka þulirnir Kalli og hinn að hann hefði orðið meistari á sínu fyrsta ári í Karti og það eru ekki margir sem leika það eftir. Maður veit varla að Button er til, það fer allavega lítið fyrir honum. Raikkonen er kominn með 1 stig í keppni ökumanna og það verður einnig gaman að fylgjast með honum´á sínu fyrsta tímabili. Næsta keppni er á Imola í San Marino 15 april. Þar vann Schumi í fyrra og Hakkinen var aðeins 1.1 sek á eftir honum. Coulthard var 3 og Barichello 4.