Þeir hjátrúafyllstu í sportinu bíða spenntir eftir að sjá hver vinnur keppnina í dag. Það er nefnilega þannig að sá sem að hefur unnið keppnina hefur orðið heimsmeistari á því ári.

1994 og 95 vann M. Schumacher og hann varð heimsmeistari þau ár. 1996 vann D. Hill og það ár varð hann heimsmeistari.
1997 vann J. Villeneuve og hann varð heimsmeistari.
1998 og 99 vann M. Hakkinen og hann varð heimsmeistari.
og síðan vann M. Schumacher 2000 og þá fékk hann sinn þriðja heimsmeistara titil.

Þannig að nú er að fylgjast spenntur með og sjá hvort hjátrúin verði söm við sig og sjá hvort sigurvegarinn í dag verði heimsmeistari í ár.
Ef þú ert staddur í holu. Hættu þá að grafa!!