Það er alveg ótrúlegt hvað sumir notendur Huga.is geta verið ófrjóir í hausnum. Ég var að lesa þessar greinar sem sendar hafa verið inn í þessu áhugamáli um formúlu 1 og nærri hver einasta grein er orðrétt stolið frá mbl.is eða öðrum fréttavefum. þetta finnst mér alveg fáránlegt. Þetta er bara stigagræðgi og ekkert annað. þeir sem hafa áhuga á formúlu 1 lesa þessar fréttir á mbl.is. Mér finnst að þessi vettvangur eigi að vera fyrir greinar þar sem hver og einn tjáir sínar eigin skoðanir um tiltekið áhugamál og fréttir af því en api ekki bara upp eftir öðrum og skrifi sitt nafn undir eins og þeir séu einhverjir ægilegir fréttamenn, fyrstir með fréttirnar. Þetta er bara hlægilegt! Vonandi eru fleiri sammála mér.
heidabjork