(Ó)lögleg spólvörn Ferrarí Í grein í F1 racing kemur fram að hluti af forskoti Ferrarí sé vegna (ó)löglegrar spólvarnar. Eins og oft hefur komið fram er spólvörn bönnuð í F1 eins og er en Ferrarimönnum virðist hafa tekist að finna smugu í reglunum, eins og svo oft áður.
Reglurnar segja að gírskipting (þegar rafeindakerfi stýrir bensíngjöf og kúplingu) megi ekki taka meira en 200 millisekúndur en Ferrarí hefur tekist að gera gírkassa sem er aðeins 30 millisekúndur að vinna verkið og hefur því 170 millisekúndur til að skipta beita spólvörn. Þessar 170 sekúndur skipta svo máli því að margt smátt gerir eitt stórt.
Þetta telja þeir líka vera ástæðuna fyrir því að Ferrarí hefur beitt sér mjög fyrir því að spólvörn verði ekki leyfði, þeir vilja njóta forskotsins. Þetta þykir auðvitað Mclaren mönnum siðlaust og algjört lögbrot en Ferrarífólki finnst þetta allt í lagi. En er það ekki rétt hjá þeim því að reglur eru reglur og fyrst þetta er ekki bannað þá hlýtur það að vera leyfilegt.
Þannig að það verður gaman að sjá hvort Ferrarí tapi niður öllu forskotinu sem þeir hafa haft í kappakstrinum í Barcelona þegar spólvörn verður leyfð.