Toyota í F1 Formúla-1 lið Toyota frumsýndi fyrsta F1-bíl sinn í Frakklandi þann 23 mars. Eins og flestir vita mun Toyota hefja keppni í Formúlunni árið 2002.
Toyota, sem er 3 stærsti bílaframleiðandi í heiminum, mun hefja útgerð Formúlukeppnisliðs á næsta ári og sjá um allan pakkann sjálft, svo sem byggingu bílsins og mótora auk annarra hluta. Er Toyota aðeins annar bílaframleiðandinn í Formúlunni sem á og rekur keppnislið alfarið sjálft og bætist þar í hóp Ferrari-bílaframleiðandans, sem hefur rekið sitt keppnislið í fjöldamörg ár.
————————