Nú þegar tveim keppnum er lokið í formula 1 kappakstrinum, þá verð ég að segja að mér finnst vera svo komið fyrir Hakkinen að hann sé búinn að vera sem ökumaður. Hann hefur oft sýnt snilldartakta, en nú virðist sem því sé lokið. Hann stóð sig illa í tímatökunni fyrir síðustu keppni og byrjaði í fjórða sæti en endaði svo keppnina í því sjötta.

Svo er það með þulina sem lýsa keppninni, þeir ættu nú að fara að vinna heimavinnuna sína í staðinn fyrir að vera bulla tóma vitleysu eins og þeir gerðu æ ofan í æ í Malasíukappaksrinum..

Ég vil bara fá Skúla Gautason aftur, hann átti þó til að lauma út úr sér gullmolum af og til, auk þess að fara rétt með staðreyndir.

Kveðja Ljómi.