Keppnin í Barein um helgina var mjög fróðleg. Við sáum að BAR eru með mikið vélarafl og sömuleiðis gott bremsukerfi. Ferrari mætti bæta bremsurnar aðeins meira því eins og við sáum voru bæði Michael Schumacher og Rubens Barrichello að læsa og yfirsjóta bremsupunkta. Button kom sterkur inn. Annað skipti í röð kemst bretinn ungi og knái á verðlaunapall í Formúlu 1. Montoya var í einhverjum vandræðum í lokinn og féll hann niður heil fimm sæti á níu hringjum vegna einhverra vandræða. Hann stoppaði svo bíl sinn fyrir framan bílskúrareinina þegar hann var kominn í mark í áttunda sæti. Kimi Raikkönnen og David Coulthart ættu nú aðeins að hugsa sinn gang og hreinlega kvarta undann McLaren-bílnum. Kimi sem skipti alls tvisvar um vél yfir helgina sprengdi vélina þegar aðeins tæpir 15 hringir voru búnir. Kimi hefur ekki klárað eina einustu keppni í ár vegna vélabilunar og er Daivid Coulthart aðeins búinn að ná í eitt stig sem þýðir að McLaren eru neðstir af þeim sem eru búnir að fá stig. Þetta er ekki það sem McLaren menn eiga að venjast því árin 1998, 1999 og 2000 voru Mclaren menn í hörku slag um heimsmeistara titilinn og unnu þeir hann árin 1998 og 1999. Í fyrra voru þeir að standa sig hreint frábærlega. Kimi var í mikilli baráttu við heimsmeistarann Michael og missti af titlinum með aðeins tæpum 10 stigum.
BAR-Honda er aldeilis að koma sér á kortið. Button er nú búinn að ná stigum í öllum mótum ársins og komst á pall í Malasíu og Barein. Sato er einnig að standa sig vel þrátt fyrir glannalegan og á köflum stórhættulegan akstur. Oftar en ekki sjáum við japanan Takuma Sato í malargryfju en hann hefur verið að sýna á sér aðrar hliðar þar sem af er árinu og eru þær mjög lofandi. Allir geta verið vissir um að Kimi, Button, Alonso, Webber og Klien eiga eftir að berjast um titilinn þegar tíð skósmiðsins er lokið. Alonso var að standa sig vel í Barein og var í hörkuslag við Sato en eitthvað vantaði samt upp á vélarafl og bremsur.
Klien og Webber eru hjá Jaguar. Hinn ungi austurríkismaður, Klien kom sér heldurbetur á kortið í tímatökunni í Barein þegar hann skákaði liðsfélaga sínum Webber. Klien stóð sig einnig mjög vel í kappakstrinum sjálum.
Ég persónulega er svektur yfir því að Jordan-liðið sé ekki að ná árangri. Pantano og Heidfeld eru ekki að skyla því sem ég væntist af þeim og er þetta ekki góð staða fyrir Jordan liðið sem er á barmi gjadþrots. Við viljum ekki að þrefalt sigurlið endi eins og Minardi. Talandi um Minardi. Mér finnst það rangt að menn séu að kaupa sæti inn í formúluna. Með því er verið að hindra aðra betri en jafnframt fátækari ökumenn í því að komst upp listann. Baumgartner og Bruni eru alsekki þeir ökumenn sem ég vil sjá hjá Minardi. Ég mundi feginn vilja sjá þar David Coulthart og Felepe Massa. Þá væri þetta farið að rúlla hjá Minardi.