Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að Michael Schumacher hefur verið einn af þeim sem hafa látið hvað mest á sér bera í Formúlunni núna undanfarin ár. Sem dæmi vann hann heimsmeistara titilinn árið 2000 eftir hörku slag við Mika Hakkinen allt tímabilið og síðan árin 2001 og 2002 þegar Ferrari og Michael unnu og unnu og gjörsamlega einokuðu titilinn. Ferrari þurfti að hafa meira fyrir þessu í fyrra þegar Michael, Kimi Räikkönnen og Juan Pablo Montoya áttu möguleika á titli alveg út tímabilið. En mín skoðun er sú að Michael er ekki sá besti; hann er réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Hann ekur á besta bíl í sögu Formúlunnar og hjá einu sigursælasta liðinu í sögunni. Michael vinnur á reynslunni! Ef þið skoðið þetta nánar þá er til dæmis JP Montoya með þriggja ára reynslu en Michael er með tólf ára reynslu… það munar um tíu ár sem er slatti. Kimi Räikkönnen er sömuleiðis að slá Schumacher út því hann hefur jafn mikla reynslu og Montoya. Og ef við skoðum þetta nánar þá er Alonso yngstur í formúlunni núna og er hjá toppliði með tveggja ára reynslu! Og við sáum Alonso nokkrum sinnum í hörku kappakstri við Michael á síðasta ári! Þeir sem álíta Schumacher mesta meistara sem uppi hefur verið þá er það alsekki rétt. Við vitum ekki með vissu hvernig Schumacher og Senna hefðu komið saman og heldur ekki hvernig Schumacher og Juan Manguel Fangio frá Argentínu hefðu komið saman. Já, ég tel Fangio vera besta ökumann allra tíma. Hann varð fimm sinnuim heimsmeistari á árunum 1951-1957 og var það oftast með Merceder liðinu. Fangio tók einnig fyrsta viðgerðarhlé í Fomúlu eitt og vann hann þá keppni! Það þurfti miklu meiri karlmennsku í F1 í þá daga þegar engin öryggisbelti voru um borð í bílunum og ökumenn ekki einusinni með hjálma! Bílarnir voru sérsmíðaðir og komust á um 200-300 km hraða!
En þið sem haldið að Schumacher sé einhver undramaður þá er það ekki rétt. Fyrir þá sem ekki vissu þá laug Schumacer sig eiginlega inn í Formúluna: Fyrir kappaksturinn í Belgíu 1991 var ökumaður Jordan liðsins; Bertrand Gachot settur í fangelsi fyrir umferðarbrot og þurfti því Eddie Jordan að fynna sér ökumann hið snarasta. Umboðsmaður Schumachers, Willi Webber, tók sig til og laug því blákalt að Jordan að Schumacher kynni Spa brautina vel og viti menn; Schumacher fékk tækifæri! Hann náði nú ekkert sérstökum árangri í fyrsta kappakstrinum, komst ekki einusinn af stað en náði samt tólfta sæti sem var nóg til að öll stóru liðin voru á eftir honum. Svo fór að Benetton krækti í hann og ári síðar vann Schumacher á sömu braut og hann hafði byrjað á. Á sama tíma og Schumacher fór til Benetton var Ross Brawn ráðinn til liðsins, sömuleiðis Rory Byrne sem var hönnuður liðsins. Michael Schumacher vann sinn fyrista heimsmeistara titil árið 1994. Á sama ári hafði hann farið í tveggja keppna bann á Ítalíu og í Portúgal. Hann fékk það víti á sig þegar hann var með ólöglega hemlahlíf í Spa-kappakstrinum. Árið 1995 var aftur komið að því að Michael ynni titilinn en það geriðst ekki vandræðalaust því í síðasta kappakstrinum í Ástralíu á Adelaide-brautinni var Daimon Hill kominn ýskyggilega nálægt og tók Schumacher upp á því að aka inn í hlið Hills með þeim afleiðingum að Benettonbíll Schumachers fór á hliðinna og endaði inni í vegg. Þarmeð var Schumacher úr leik en Daimon Hill var alsekki hættur en hann þurfti að klára kappaksturinn í stigum til þess að geta unnið titilinn. En Willams-bíllinn hafði eyðilagst í áreksrinum við Michael svo að því fór sem fór; Schumacher var heimsmeistari en ekki voru allir hrifnir því þetta var talið svindl og það ætti að dæma Schumacher og taka af honum titilinn. Sami leikur endurtók sig í síðasta mótinu á Spáni 1997 þar sem Schumacher var á biluðum bíl í fyrsta sæti og þurfti að klára til þess að verða heimsmeistari. Aðal keppinautur hans, Villeneuve var farinn að nálgast og þegar Villeneuve ætlaði að taka framúr í U-beygju í brautinni ók Schumacher inn í hliðina á Willams bílum þannig að það var óhugsandi að það hefði verið óhapp með þeim afleiðingum að Schumacher féll á eigin bragði og féll sjálfur út. Villeneuve varð á endanum þriðji í þeim kappaksti og þess má geta að Mika Hakkinen sem seinna varð aðal keppinautur Schumachers vann sitt fyrsta mót á Jerez brautinni 1997. Michael Scumacher fótbraut sig árið 1999 á Silverstone brautinni í óhappi sem ég og held ég enginn skylji. Bremsuvandamál var afsökunin hjá Ferrari en ég held að annað hafi verið að baki. Schumacher er án efa ökumaðurinn sem er einn sá besti í lok 20. aldarinnar og byrjun þeirrar 21.