Brautin í Malasíu Brautin í Malasíu

Brautin í Sepang. Smelltu á tengilinn neðst í fréttinni til að skoða stækkaða mynd af brautinni.
Nú er önnur lotan að hefjast í Formúlunni og berst nú leikurinn til Malasíu. Sú keppni verður haldin í skugga hörmulegs slyss á Albert Park brautinni þ. 4. mars.

Það er skammt stórra högga á milli hjá forsvarsmönnum Sepangbrautarinnar þar sem einungis eru 5 mánuðir síðan síðasta keppni var haldin þar – lokakeppnin 2000. Greinilegt er að hinum almenna íbúa Malasíu finnst enda helst til stutt umliðið því miðasala hefur gengið afar treglega og enn eru um 90 000 miðar enn óseldir.

Það hefur því verið tekið til þess bragðs að sjónvarpa ekki beint til heimamanna, frá keppninni til þess að freista þess að auka miðasölu – sem vel að merkja gekk ekki sem best í fyrra heldur.

Saga brautarinnar í Sepang er ekki löng því hún var opinberlega tekin í notkun í mars 1999. Margir hrifust strax að brautinni sjálfri og allri aðstöðu sem henni er tengd. Jackie Stewart sagði að hér væri komin braut sem yrði fyrirmynd annarra hvað allan aðbúnað snerti.
Forsætisráðherra Malasíu sá mikla möguleika í því að halda Formúlumót er hann horfði keppnina í Portúgal 1996. Hann sá strax hve mikil auglýsing það yrði fyrir landið að fá Formúluna til sín.

Einstök hönnun

Yfirvöld í Malasíu fóru því af fullri alvöru í málið og árangurinn varð glæsilegur. Það er fáheyrt að braut hafi fengið þann heiður að vera kölluð sú besta í heimi og það áður en stórmót höfðu verið haldin á henni. Og það áreiðanlega aldrei gerst í landi þar sem nánast engin hefð er fyrir kappakstri. Brautin fékk einnig fyrst allra leyfi til þess að láta Formúlu 1 vera hluta af nafni sínu og nota þar með vörumerki Formúlunnar í nafninu.


Sérstaða brautarinnar liggur í því skemmtilega samspili aldagamalla hefða og hátækni í hönnun hennar. Brautin er bæði góð fyrir keppendur og áhorfendur, en áhorfendur geta séð helming brautarinnar hvar sem þeir sitja og sumstaðar allt að 70%. Sum áhorfendastæðin eru yfirbyggð og eru þökin eins og bananalauf. Það vísar á skemmtilegan hátt til þess að brautin er staðsett í frumskógi og ýmis dýr hafa sést á ferð nálægt brautinni, s.s. cobra slöngur og hlébarðar.
Sem dæmi um tæknina væru starfsmenn sem veifa fánum ekki nauðsynlegir við brautina því á brautinni eru ljósasúlur sem sinnt gætu hlutverki þeirra. Svo langt er Formúlan þó ekki komin en hver veit hvað gerist eftir hörmulegt slys á Albert Park 2001 og á Monza 2000.

Brautin

Sepangbrautin er 5,542 km á lengd – fjórða lengsta braut tímabilsins og eknir eru 56 hringir.

Bíllinn verður settur þannig upp á Sepang að mjög mikill niðurkraftur (downforce) verkar á hann. Aðeins er meiri niðurkraftur látinn verka á bílana í Monakó og Ungverjalandi.

Á brautinni eru 15 beygjur og átta beinir kaflar þar sem minnsta breidd er 16 metrar en brautin er 25 metrar þar sem hún er breiðust – sem jafngildir fjögurra akreina hraðbraut.
Góðir möguleikar eru til framúraksturs á brautinni m.a.vegna beinu kaflanna en lengsti beini kaflinn er 927 m. Sepangbrautin er ein fárra brauta þar sem engar kryppur eru (chicane) og þykir flestum það mikill kostur.


Nokkrar mjög hægar beygjur eru á brautinni þar sem miklu máli skiptir að bílarnir séu settir þannig upp að þeir nái góðu gripi og þar munu hjólbarðar einnig skipta miklu máli. Þrátt fyrir tilraunir liðanna til þess að bæta gripið stoða þær í raun lítt því yfirborð brautarinnar er slíkt.
<H1></H1><a href="