Villeneuve á Ólympíuleikana 2008? Uppi eru hugmyndi hjá mótshöldurum Ólympíuleikanna í Dallas 2008 eru að velta fyrir sér að koma kappakstri að sem ‘aukagrein’ (grein sem er tekin ný inn en lifir ekki endilega fram á næstu leika). Það er frétt um þetta á mbl.is (http://www2.mbl.is/frettir-ifx/f1).

Það sem ég er að velta fyrir mér í framhaldi af þessu er:

Hvernig ætla þeir sér að velja þá ökuþóra sem eiga að fá að keppa á leikunum, og hvernig ætla þeir að tryggja að þeir standi allir nokkurnvegin jafnfætis (til þess að hafa þetta í anda leikanna verða þeir að gera það)?

Til eru tvær leiðir til þess að velja inn á leikanna:
1. Lágmörk. Íþróttamennirnir verða að ná einhverjum lágmörkum í íþrótt sinni til þess að komast á leikanna. Þessa aðferð geta þeir ekki notað, þar sem einungis á að halda eina keppni, og ökumennirnir því úr öllum greinum akstursíþróttana. Það er illmögulegt að setja sama lágmarkið á rallökumenn, F1-ökumenn og go-kart ökumenn.
2. Forkeppni. VÁ! Hvað ætli séu margir sem myndu vilja taka þátt í henni? Allir áhuga- og atvinnu-ökumenn í heiminum yrðu að vera gildir inn í keppnina, svo lengi sem þeir væru skráðir í akstursíþróttafélagið í sínu landi? F1-ökumenn, rallökumenn, go-kart ökumenn, ökumenn hér heima jafnt sem úti! Ekki misskilja mig! Mig myndi langa að sjá þessa keppni! En er þetta yfir höfuð framkvæmanlegt?

Ennfremur; Hvað form af akstursíþrótt myndi leyfa þessum ökumönnum að keppa á sama grundvelli? Munurinn á þessum akstursíþróttum er nú ekki svo lítill!

Komið með ykkar hugleiðingar um þetta!

BRING IT ON!
Xiberius